Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson er búinn að missa 30 kíló frá því í sumar. Valdimar greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera montinn.
Valdimar segir að þyngdartapinu hafi ekki fylgt einhverjar öfgar heldur aðeins hollara mataræði og kærasta sem stoppar hann þegar hann langar til að elda pizzu.
Sögvarinn góðkunni hefur talað opinberlega um þyngd sína í gegnum árin en hann var andlit Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka árið 2016. Fyrir maraþonið hafði hann misst um 40 kíló.
Núna þarf ég aðeins að monta mig.
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) January 20, 2020
Ég steig núna á vigt í fyrsta skipti síðan í sumar og sá að ég er búinn að missa 30 kíló. Og í því fólust engar öfgar. Bara aðeins hollara mataræði og kærasta sem stoppar mig þegar mig langar að panta pizzu þegar ég nenni ekki að elda.