Hvers vegna þarftu D-vítamín núna?

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef það hefur einhvern tímann verið rétti tíminn til að sinna heilsunni, þá er það núna. Öflugasta vörnin gegn hvers kyns sjúkdómum er sterkt ónæmiskerfi og því er mikilvægt að styrkja það á allan hátt mögulegan,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli:

Í gær fékk ég fréttabréf frá tveimur bandarískum læknum sem báðir stunda heildrænar lækningar. Annar þeirra er Alejandro Junger sem er höfundur HREINT MATARÆÐI bókarinnar. Hinn er dr. Tom O‘Bryan, sem er höfundur bókarinnar YOU CAN FIX YOUR BRAIN.

Margt sem þar kom fram er áhugavert, svo ég deili því hér, en þeir fjalla meðal annars um Covid-19 og leiðir til að efla ónæmiskerfið.

VIÐ HVAÐ ERUM VIÐ AÐ FÁST?

Eiginlega heitið á vírusnum er SARS-CoV-2, en hann veldur sjúkdómi sem kallast Covid-19, eins og flestir vita nú orðið. Þetta er áður óþekktur vírus en hvað er eiginlega vírus? Það er nefnilega munur á vírus og lifandi hlutum.

Lifandi hlutir               vs.                    Vírusar

Búnir til úr frumum                             Eru ekki frumur

Hafa efnahvörf                                  Engin efnahvörf

Nota orku                                       Engin frumuöndun

Vaxa/þróast                                     Enginn vöxtur/þróun

Eiga ákveðinn líftíma                           Líftími óþekktur

Fjölga sér                                      Þurfa hýsilfrumu til að fjölga sér

Bregðast við örvun                              Óvirkir

Við erum öll að leggja okkur fram um að „hlýða Víði“, stunda félagslega fjarlægð, halda okkur heima til að varna því að smitast, eða ef við smitumst að dreifa ekki smiti áfram, þvo hendur og nota handspritt í gríð og erg. Margir velja að ganga með andlitsgrímur og einnota hanska ef þeir fara út úr húsi – eða alla vega meðan keypt er inn í matvörumarkaðnum. En hvað meira getum við gert?

BÆTIEFNI SEM STYRKJA ÓNÆMISKERFIÐ

Báðir þessir læknar tala um mikilvægi þess að taka inn bætiefni til að styrkja og styðja við ónæmiskerfið. Þar á lista eru Curcumin, C-vítamín, góðgerlar, D-3 vítamín og sink. Dr. Junger segir að sink (zinc) sé mikilvægt, því það blokki RNA-fjölföldun (vírusar eru ekki með DNA, bara RNA) ef það er í frumum líkamans.

Margar þjóðir fyrri tíma dýrkuðu sólina og sólarguðinn, enda sér sólin meðal annars um að örva líkamann með geislum sínum svo hann framleiði D3 vítamín. Senn líður að því að við sjáum oftar og meira til sólar (vonandi), en þangað til er gott að nota bætiefnið D3 í hylkjum, því það skiptir svo miklu máli fyrir líkamann:

  • Kemur í veg fyrir alls konar árstíðabundna sjúkdóma og farsóttir.
  • Styrkir ónæmiskerfið og dregur út ofnæmum.
  • Hjálpar líkamanum við upptöku á kalki til að viðhalda sterkum beinum.
  • Stuðlar að heilbrigðu hjarta og blóðflæði.
  • Stuðlar að alhliða afeitrun líkamans.
  • Er liður í að verja DNA skemmdir sem geta leitt til krabbameina.
  • Dregur úr svefnvandamálum og stuðlar að góðri hvíld.
  • Er liður í að hindra kvíðatilfinningar.
  • Dregur úr bólguviðbrögðum líkamans.
  • Stuðlar að réttri vöðvastarfsemi.

HEIMILISREGLUR DR. JUNGER

Hann segir að einfaldasta og öflugasta leiðin til að styrkja ónæmiskerfið hefjist í eldhúsinu. Hún felst í því hvað þú borðar, hvenær þú borðar, hvernig þú borðar og hversu oft þú borðar. Allt þetta ræður miklu um það hvernig líkamanum tekst að takast á við vírusinn ef þú smitast. Hér á eftir eru nokkrar reglur frá honum:

#1 – Borðið alvöru fæðu með eins fáum aukefnum og mögulegt er. Fæðu sem kemur úr náttúrunni – ekki verksmiðjum. Nú er ekki rétti tíminn til að safna í líkamann alls konar kemískum efnum, sem lifrin þarf síðan að leggja mikið á sig til að vinna úr og sem leitt geta til bólguviðbragða í líkamanum.

#2 – Hafið fæðuna í eins mörgum litum og mögulegt er. Hver litur tengist næringu sem stuðlar að mismunandi starfsemi líkamans. Bláu og fjólubláu litirnir vernda til dæmis heilann með pólyfenólum, svo bláber og brómber koma sterk inn. Því meiri fjölbreytni í fæðuvali, þeim mun betur styður hún við ónæmi og afeitrun líkamans.

#3 – Gefið meltingarkerfinu reglulega hvíld, eins og til dæmis 12 tíma hvíld frá kvöldverði til morgunverðar. Ekki vera að narta allan daginn og langt fram á kvöld. Allir eru meira og minna heimavið og tilfinningarnar geta stundum farið úr böndunum, svo það er auðvelt að sækja í mat til að hugga sig. Reynið að forðast það og neyta frekar fæðu á matmálstímum, sem hlaðin er góðri næringu.

HREINSUM LÍKAMANN TIL AÐ STYRKJA HANN

Bæði dr. Junger og dr. O‘Bryan eru á því að nú sé frábær tími til að fara í einhvers konar föstur eða hreinsikúra. Dr. O‘Bryan talar um að þau eiturefni sem við komumst daglega í snertingu við – í Bandaríkjunum er talað um að fólk komist í tæri við 100.000 kemísk efni daglega – leggi ofurálag á ónæmiskerfi líkamans.

Mikilvægt sé að hreinsa líkamann af eiturefnum sem hafa truflandi áhrif á hormóna- og ónæmiskerfi hans. Nefnir hann meðal annars plast, soja, illgresiseyði, matarlit, paraben, þalöt og þungmálma, en sum þessara efna komast í gegnum heilablóðþröskuldinn.

EINKENNI EITUREFNA

Eiturefni sem hafa safnast upp í líkamanum leiða oft til síþreytu og hækkandi kortisóls, en það dregur úr krafti þínum og leiðir til fitusöfnunar framan á kvið, svo eitthvað sé nefnt. Eiturefnin geta líka valdið ýmis konar alvarlegri heilsufarsvandamálum og setið víða, meðal annars í þörmum og ristli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda