Bragðmikill, sætur og mjúkur ofursjeik

Ef þér finnst mikið súkkulaði, hnetusmjör og banani gott þá ættir þú að prófa þennan ríkulega kollagensjeik sem fer svo vel með okkur. Bæði andlega og líkamlega! Þessi sjeik er ekkert í líkingu við megrunarduftið sem fólk píndi í sig á níunda og tíunda áratugnum. Þessi sjeik er nefnilega sannkölluð súkkulaðiveisla sem hægt er að framkalla heima hjá sér. 

Ef þú vilt leggja ofuráherslu á heilsuna akkúrat núna þá væri ekki óvitlaust að drekka einn sjeik á dag. Þessi er til dæmis kjörinn sem hádegismatur eða kvöldmatur. Það er tilvalið að skella í einn svona ef þú ert heima hjá þér hvort sem er. Þessi sjeik er bragðmikill, sætur og mjúkur. 

1 bolli vatn

12 möndlur

2 msk. kollagen frá Feel Iceland

2 msk. hnetusmjör

2. msk. hreint kakó (má vera meira)

1/2 frosinn banani

Byrjaðu á því að þeyta saman vatn og möndlur til að búa til möndlumjólk. Þá er hinum hráefnunum bætt út í og hrært vel saman. Gott er nota frosna banana til að kæla drykkinn örlítið og svo er sniðugt að venja sig á að setja alltaf banana í frysti ef þeir eru komnir á síðasta söludag. Þannig minnkum við matarsóun og förum betur með peningana okkar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda