YouTube-stjarnan Gunther Da Great kláraði nýverið 30 daga æfingaáskorun. Líkami hans tók miklum breytingum á tímabilinu en hann ákvað að setja sér markmið eftir að líkamsræktarstöðvar lokuðu vegna kórónuveirufaraldursins.
Gunther setti sér það markmið að vinna bara með eigin líkamsþyngd. Hann notaði ekki tæki en notaði þó upphífingastöng sem hann átti heima hjá sér. Æfingaáætlunin var einföld og ekki of flókin enda betra að setja sér raunsæ markmið en að gefast upp. Hann setti sér markmið að gera 50 armbeygjur á dag, 50 upphífingar og 50 uppsetur.
Gunther tók myndir af sér í ferlinu frá öllum hliðum sem birtast í lok YouTube-myndbandsins. Þar sést greinilega hvernig hann hefur styrkt allan efri líkamann.
Búið er að opna líkamsræktarstöðvar á Íslandi aftur. Eins og Gunther sýndi þó fram á í myndbandinu hér að neðan að þá þarf ekki alltaf kort í líkamsrækt til þess að komast í gott form.