Svona heldur Þóra Hallgríms sér í formi

Þóra Hallgrímsson og tengdadóttir hennar Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors, …
Þóra Hallgrímsson og tengdadóttir hennar Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs Thors, á góðri stundu. mbl.is/Stella Andrea

Á vef­miðlin­um Lifðu Núna er áhuga­vert viðtal við Þóru Hall­gríms­son, eig­in­konu at­hafna­manns­ins Björgólfs Guðmunds­son­ar. Í viðtal­inu ræðir Þóra, sem fagnaði níu­tíu ára af­mæli sínu ný­verið, um mik­il­vægi þess að tak­ast á við lífið af æðru­leysi og að við reyn­um að vera til staðar fyr­ir þá sem þurfa á því að halda. 

Þóra seg­ir að bestu ráðin sem hún geti gefið öðrum sé að njóta lífs­ins og að setja at­hygl­ina á björtu hliðarn­ar í líf­inu. 

„Lífið býður okk­ur upp á svo mis­mun­andi aðstæður á mis­mun­andi tím­um. Stund­um hef ég hikað og hugsað með mér: Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætl­ast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hef­ur yf­ir­leitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sann­ar­lega gott að ég upp­lifði þetta þótt það hafi verið erfitt meðan á því stóð.

Maður sér það bara ekki á meðan hlut­irn­ir eru að ger­ast en öll él birt­ir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað kom­ast ekki all­ir far­sæl­lega út úr líf­inu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En von­andi erum við svo lán­söm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið hepp­in.“

Þóra seg­ir að í gamla daga hafi hún verið upp­tekn­ari af því að halda lík­am­an­um sterk­um og liðugum í leik­fimi en nú hugsi hún meira um að halda höfðinu í góðu lagi. 

„Ég passa samt vel að hreyfa mig dag­lega, fer gjarn­an í göngu­túra í ná­grenn­inu því þá líður mér miklu bet­ur í lík­am­an­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda