Tíminn virðist standa í stað hjá leikkonunni Heather Graham. Hún er 50 ára og hefur ekkert látið á sjá. Nýlega birti hún mynd af sér á sundklæðunum á Malibu ströndinni.
Graham segist reyna alla jafnan að sneiða hjá áfengi og sykri, þó með undantekningum. Þá stundar hún líkamsrækt á borð við pílates, jóga og súludans.
Graham hefur átt farsælan feril í kvikmyndum. Flestir muna eftir henni í myndum á borð við Austin Powers, Boogie Nights og The Hangover.