6 ástæður til að nota kollagen

Guðrún Bergmann mælir með kollageni.
Guðrún Bergmann mælir með kollageni. Ljósmynd/Aðsend

„Kollagen er eitt helsta prótínið í líkama þínum. Það er meðal annars aðalefnið í bandvef líkamans og er að finna í sinum, liðböndum, húð og vöðvum.

Kollagen stuðlar líka að að uppbyggingu húðarinnar og styrkir beinin. Á síðustu árum hefur kollagen orðið vinsælt sem bætiefni og er hægt að fá það í töflum, hylkjum og dufti,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Við framleiðslu er kollagenið vatnsrofið (hydrolyzyed), en við það brotnar það niður í peptíð, sem auðveldar líkamanum upptöku á því.

Kollagen er eitt heitasta bætiefnið þessa dagana en af hverju ættirðu að nota það?

HÉR ERU ÁSTÆÐURNAR SEX:

1 – Styrkir húðina. Kollagen er einn helsti þátturinn í að styrkja húðina, auka teygjanleika hennar og rakastig. Með aldrinum framleiðir líkaminn minna kollagen og við það verður húðin þurr og hrukkur myndast.

2 – Dregur úr liðverkjum. Kollagen viðheldur styrk í brjóskinu, sem eru teygjanlegi vefurinn sem ver liði líkamans. Þar sem kollagenmagn líkamans minnkar með aldrinum, eykst hættan á því að þú fáir liðvandamál eins og slitgigt. Rannsóknir hafa sýnt að inntaka á kollagen bætiefnum dregur úr einkennum slitgigtar og liðverkjum.

3 – Getur hindrað beinrýrð. Beinin þín eru að mestu byggð upp af kollageni sem formar þau og veitir þeim styrk. Á sama hátt og kollagenið í líkama þínum minnkar með árunum, getur þéttleiki beinanna einnig rýrnað. Rannsóknir hafa sýnt að konur þéttleiki beina hjá konum sem taka inn kollagen eykst.

4 – Getur aukið vöðvamassa. Um 1-10% af vöðvavef líkamans samanstendur af kollageni. Þetta prótín er nauðsynlegt til að vöðvar haldist sterkir og starfi eðlilega. Rannsóknir hafa sýnt að kollagen eykur vöðvamassann, einkum samhliða líkamsræktaræfingum.

5 – Bætir heilsu hjartans. Vísindamenn hafa sett fram þá kenningu að kollagen bætiefni dragi úr hjartavandamálum. Kollagen stuðlar að byggingu slagæðanna, sem flytja blóð frá hjartanu út um líkamann. Slagæðarnar geta orðið veikbyggðar og viðkvæmar ef þær hafa ekki nægilegt kollagen.

6 – Gott fyrir hár, neglur og þarmaveggi. Kollagen inntaka getur aukið styrk naglanna, auk þess sem það örvar vöxt á hári og nöglum. Margir heilsusérfræðingar og læknar ráðleggja kollagen bætiefni til að styrkja þarmaveggina og vinna á lekum þörmum. 

MITT UPPÁHALDS KOLLAGEN

Ég hef prófað nokkra mismunandi tegundir af kollageni, meðal annars FEEL ICELAND kollagenið. Almennt vel ég að kaupa íslenska framleiðslu, en þegar ég prófaði VITAL PROTEINS kollagenið fann ég það sem ég vil helst nota.

Það skemmtilega er að ég er áfram að styrkja íslenska framleiðslu, því fiskprótínið í VITAL PROTEINS MARINE COLLAGEN er frá Íslandi og er í grænum staukum. Það hentar vel fyrir alla blóðflokka, en ef þeir sem eru í O-blóðflokki vilja fá kollagen sem hentar þeirra blóðflokki sérlega vel, velja þeir COLLAGEN PEPTIDES í bláu staukunum. Það er unnið úr nautgripum sem hafa verið aldir á grasi og gengið lausir. 

SVONA NOTA ÉG KOLLAGENIÐ

Ég bæti 2 skeiðum af kollagen peptíðunum út í bústið mitt á morgnana. Í það fer líka ½ bolli frosin lífrænt ræktuð bláber, 1 kúfuð matskeið af muldum hörfræjum frá Himneskri hollustu, 1 kúfuð teskeið af Acai berjadufti frá NOW og 1 kúfuð teskeið af Acacia fiber trefjum frá NOW. Svo bragðbæti ég bústið með örlitlu af Himalajasalti og 1 kúfaðri teskeið af hrákakóinu frá NOW, sem mér finnst að allra besta sem ég hef fundið. Toppa svo með rísmjólk og smá ólífuolíu og blanda vel saman.

Mágkona mín, sem ekki gerir sér búst, blandar kollageninu bara út í heitt vatn og drekkur. Því má blanda bæði í heita og kalda drykki, því það er alveg bragðlaust.

Kollagen bætiefni henta að sjálfsögðu bæði fyrir konur og karla, því bæði kynin þurfa að styrkja húðina og hafa sterka vöðva, bein og brjósk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda