Þetta borðar Ragga Ragnars til að vera betri í húðinni

Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning og leikkona tekur inn kollagen á hverjum …
Ragnheiður Ragnarsdóttir sunddrottning og leikkona tekur inn kollagen á hverjum degi.

Ragnheiður Ragnarsdóttir, eða Ragga Ragnars eins og hún er kölluð, er þekkt í íslensku samfélagi sem afrekskona í sundi. Hún keppti tvisvar á Ólympíuleikunum en svo fór hún til Los Angeles þar sem hún lærði leiklist. Í kjölfarið fékk hún hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni, Víkings. Þar leikur hún Gunnhildi eiginkonu Björns Ironside. 

Ragga hefur alltaf hugsað vel um heilsuna og hefur síðustu ár verið dugleg að taka inn kollagen. Hún var því fengin til að prófa fyrstu kaffi-kollagenskál og suðrænan kollagen safa á Ísey Skyrbar sem er í samtarfi við Feel Iceland. Í kollagenskálinni er hreint laktósafrítt skyr frá Ísey Skyrbar. 

„Ég hef tekið Feel Iceland kollagen daglega í nokkur ár og hef fundið mikinn mun á húðinni minni. Að geta fengið kollagenið í ljúffengri skál og drykk finnst mér frábær valkostur og er eitthvað sem ég mun klárlega nýta mér,“ segir Ragga. 

Ísey Skyrbar er í örum vexti og býður nú upp á fjölbreytt úrval af hollum orkuskálum og drykkjum á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

„Orkuskálarnar okkar hafa fengið frábærar viðtökur og kaffiskálin með íslenska kollageninu verður líklega engin undantekning,“ segir Kristinn I. Sigurjónsson talsmaður Ísey Skyrbar.

Feel Iceland kollagenið er unnið úr íslenskum fiski og er talið geta hjálpað til við marga þætti vegna samsetningu góðra amínósýra sem geta meðal annars dregið úr liðverkjum og viðhaldið vöðvaþéttni og síðast en ekki síst er það mikilvægt fyrir beinin en 30% beina samanstendur af kollageni. Kollagen getur einnig minnkað hárlos, aukið raka húðar og styrkt neglur. Til að flýta fyrir upptöku líkamans er Feel Iceland kollagenið vatnsrofið og þannig brotið niður í smá mólikúl sem gerir líkamanum kleift að nýta sér það betur.

„Okkur fannst Ísey Skyrbar og Feel Iceland vera fullkomin tvenna þar sem bæði fyrirtæki einblína á hollustu og eru með íslensk hágæða hráefni í forgrunni í vörum sínum,“ segir Hrönn Margrét Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Feel Iceland.

Feel Iceland er frumkvöðlafyrirtæki sem býður upp á íslenskt kollagen sem framleitt er úr íslensku fiskroði í samvinnu við einn reyndasta kollagenframleiðanda heims, sem framleiðir einnig fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki og er staðsettur í Kanada. Feel Iceland er einnig með kollagendrykkinn COLLAB í samstarfi við Ölgerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál