Eiríkur Jónsson með kórónuveiruna

Eiríkur Jónsson.
Eiríkur Jónsson. mbl.is

Eiríkur Jónsson blaðamaður og lífskúnstner lýsir því á síðu sinni að hann sé smitaður af kórónuveirunni sem enginn vill láta tengja sig við þessi dægrin. Eiríkur hefur fengið það staðfest með mælingu. Eiríkur átti nokkra slæma daga fyrir sýnatöku en er hann loks fékk niðurstöðu mælingar var hann orðinn stálsleginn. Eiríkur veltir fyrir sér hvernig hann hafi farið að því að ná sér í sjúkdóminn og grunar helst að það hafi gerst í sundlaug í Breiðholti. Eiríkur er duglegur við að baða sig í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins þar sem hann nælir sér í ansi margar fréttir á vef sinn.

„Vaknaði kófsveittur og kaldur með dynjandi hausverk eins og hjartað slægi inni í hauskúpunni, bullandi hita og gat í hvorugan fótinn stigið. Eins og jafnvægisskynið væri úr fasa. Þetta var að morgni sl. laugardags.

Vissi strax að þetta væri Covid.

Svaf allan laugardaginn í rennandi blautum rúmfötum og hitastig líkamans virtist sveiflast frá frosti í funa. Missti þó aldrei andann. Braggaðist um kvöldið og var kominn í sýnatöku í hádeginu á sunnudag þar sem grunur minn var staðfestur.

Það skrýtna er að síðan hef ég ekki kennt mér meins. Ekki fundið fyrir neinu og er á fjórða degi í einangrun; stálsleginn. Þetta er svona eins og hjá Trump. Hann tók þetta á fjórum dögum og var þá mættur á fjöldafund,“ segir Eiríkur á vef sínum eirikurjonsson.is. 

Smartland óskar Eiríki fulls og varanlegs bata.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda