Í Heimahreyfingu dagsins sýnir Rafn Franklín Johnson skemmtilega og einfalda lyftingaæfingu með handlóðum sem allir geta gert og aðlagað sinni getu.
Æfingarnar eru fimm talsins og er hver æfing framkvæmd með 20 endurtekningum í 15 mínútur eins og Rafn útskýrir í myndskeiðinu.
Næstu vikur taka mbl.is og Hreyfing höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu. Alls verða tíu þættir sýndir á mbl.is þar sem farið er yfir fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima.
Nýir þættir eru frumsýndir á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Þjálfarar Hreyfingar leiða áhugasama í gegnum fjölbreyttar æfingar sem eru sérstaklega samsettar til að þjálfa helstu vöðvahópa líkamans, bæta vellíðan og auka þol.
Meðal æfinga eru styrktaræfingar, jóga, dans, hugleiðsla, teygjur, þolæfingar og pílates. Þættirnir eru í boði Hreyfingar, Hleðslu og Flóridana hér á mbl.is.