Það er Herdís Guðrún Kjartansdóttir sem gerir heimahreyfingu dagsins með okkur en það er æfing þar sem áherslan er lögð á kvið- og bakvöðva. Þetta eru mikilvægir vöðvar í líkamanum sem nauðsynlegt er að þjálfa. Æfingin er frábær ein og sér en einnig eftir aðra hreyfingu á borð við göngutúra eða hlaup.
Næstu vikur taka mbl.is og Hreyfing höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu. Alls verða tíu þættir sýndir á mbl.is þar sem farið er yfir fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima.
Nýir þættir eru frumsýndir á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Þjálfarar Hreyfingar leiða áhugasama í gegnum fjölbreyttar æfingar sem eru sérstaklega samsettar til að þjálfa helstu vöðvahópa líkamans og auka vellíðan og þol.
Meðal æfinga eru styrktaræfingar, jóga, dans, hugleiðsla, teygjur, þolæfingar og pílates. Þættirnir eru í boði Hreyfingar, Hleðslu og Flóridana hér á mbl.is.