Í Heimahreyfingu dagins reynir á þol og styrk þátttakenda. Anna Eiríksdóttir stýrir stuttum álagslotum þar sem æfingar eru gerðar sem reyna á allan líkamann. Þetta er krefjandi æfing sem skilar hörkugóðum árangri en valkostir eru sýndir í æfingunum svo að allir geti verið með.
Þessa dagana taka mbl.is og Hreyfing höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu. Alls verða tíu þættir sýndir á mbl.is þar sem farið er yfir fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima.
Nýir þættir eru frumsýndir á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Þjálfarar Hreyfingar leiða áhugasama í gegnum fjölbreyttar æfingar sem eru sérstaklega samsettar til að þjálfa helstu vöðvahópa líkamans og auka vellíðan og þol.
Meðal æfinga eru styrktaræfingar, jóga, dans, hugleiðsla, teygjur, þolæfingar og pílates. Þættirnir eru í boði Hreyfingar, Hleðslu og Flóridana hér á mbl.is.