Er Covid eldsneyti fyrir félagskvíðann?

Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur.
Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur.

„Covid hefur verið að hræra upp í svo mörgum tilfinningum, en í þessari grein langar mig að taka félagskvíðann fyrir. En byrjum á einkennum félagskvíða, því margir gera sér ekki grein fyrir því að hugsanlega eru þeir með félagskvíða,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur og heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Helstu huglægu einkenni:

  • Áhyggjur af því að gera eitthvað sem þér finnst vandræðalegt líkt og að roðna, svitna eða áhyggjur af því að vera ekki nægilega góð/góður til að gera ákveðna hluti.
  • Áhyggjur í daglegum athöfnum sem gætu falið í sér að hitta ókunnuga, þurfa að byrja samtöl, þurfa að hringja t.d. í lækni eða eitthvað annað praktískt.
  • Áhyggjur í félagslegum aðstæðum líkt og að borða fyrir framan aðra, þurfa að taka þátt í hópsamræðum eða fara í partý.
  • Áhyggjur af því að þurfa að gera eitthvað fyrir framan aðra, finnast eins og einhver sé að fylgjast með þér eða sé að dæma þig.
  • Ótti við að nota almenningssalerni eða salerni hjá öðrum.
  • Áhyggjur af því að fá gagnrýni – lágt sjálfsmat.

Líkamleg kvíða einkenni geta verið sviti, oföndun, roðna, hraðari hjartsláttur, tíðar klósettferðir, flökurleiki eða magaverkir sem dæmi.

Þegar allt fór í „lockdown“ hérna í Danmörku þá upplifði ég ákveðinn létti hjá ákveðnum einstaklingum með félagskvíða, því nú fannst þeim, þeir vera partur af ákveðnu normi. Semsagt að „þurfa“ að forðast félagslegar aðstæður, geta ekki ferðast, geta ekki farið út að borða eða mætt á ákveðna félegslega viðburði og meira segja matarinnkaupin fóru fram á netinu.

Þegar tíminn svo leið, þá upplifði ég að margir af þessum einstaklingum hafa einangrast svo mikið með þeim afleiðingum að kvíðinn hefur magnast til muna og depurð komin sem fylgifiskur.

En ein besta leiðin til að vinna með félagskvíða er í fyrsta lagi að vinna með hugsanavillur og í öðru lagi eru það aðgerðir (e. Exposure) sem fela í sér að horfast í augu við óttann, að hringja í lækninn, fara í búðina eða hitta vin til dæmis. Þegar því er svo öllu sópað undir teppið  og hlutir hugsanlega farnir að hlaðast upp, þá er það eins og eldsneyti fyrir félagskvíðann.

Ef þú sérð sjálfan þig í þessum hópi þá er um að gera að reyna að byrja hægt og rólega að vinna með kvíðann. Hvað er það sem þú ættir að vera að gera? Flestir vita það nákvæmlega, hvort sem það er að hringja í vin, hafa samband við lækninn eða fara í búðina.  Skrifaðu verkefnin niður á lista, settu jafnvel tölu við auðveldasta verkefnið og byrjaðu á því. Um leið og þú kemur einu verkefni frá, þá byggir það upp sjálfstraust og vellíðan til að taka næstu verkefni fyrir. Byrjaðu svo hægt og rólega að vinna þig upp listann. Það eru litlu skrefin sem skapa stóru breytingarnar.

Ef félagskvíðinn er orðinn það mikill að hann er farinn að lama þig, þá mæli ég með að þú leitir þér hjálpar. Það er vel hægt að vinna með félagskvíða og aldrei of snemmt eða seint.

Komdu með mér á Instagram:

Þú getur sent fyrirspurn HÉR.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda