Rauðrófu-carpaccio

Margrét Bjarnadóttir útbjó rauðrófu-carpaccio fyrir Jólablað Morgunblaðsins. 

Rauðrófu-carpaccio

Rauðrófa

Hjúpur

200 g gróft salt

200 g fínt salt

2 eggjahvítur, léttþeyttar

250 g hveiti

2 greinar rósmarín, fjarlægt af stilk

125 ml vatn

Aðferð

Setjið salt, eggjahvítur, hveiti, rósmarín og 90 ml af vatni í matvinnsluvél og blandið. Bætið afganginum af vatninu við þar til þétt deigkúla myndast en passið að hún verði ekki of klístruð. Mótið kúlu með deiginu, plastið og geymið í tvær klukkustundir

Hitið ofninn í 170°C. Skrúbbið rauðrófuna varlega og skolið

Rúllið deiginu út og hyljið hverja og eina rauðrófu í því. Deigið á að hylja alla rauðrófuna.

Bakið í 1½ klukkutíma. Þegar rauðrófan er tilbúin, brjótið þá skelina utan af og leyfið að kólna.

Vinaigrette

1 msk. dijonsinnep

5 g salt

10 g sítrónusafi

100 ml eplaedik

150 ml ólífuolía

150 ml valhnetuolía (líka hægt að nota aðra olíu)

Aðferð

Dijon, edik og salt hrært saman.

Olíunni hellt í mjórri bunu og hrært stöðugt á meðan með písk.

Gljái

200 g púðursykur

300-350 ml vatn

safi út einni appelsínu

60 ml balsamedik

40 g smjör

Aðferð

Öllum hráefnum blandað saman í pott og soðið niður um helming (blandan á að vera þykk).

Annað

300 g geitaostur

pera

klettasalat

piparrót

heslihnetuskífur

Aðferð

Byrjið á því að búa til salthjúpinn fyrir rauðrófuna og baka hana inni í ofni.

Búið til vinaigrette og gljáann á meðan rauðrófan bakast í ofninum.

Þeytið geitaostinn og smakkið til með salti og hunangi.

Ristið heslihnetuskífurnar á pönnu eða í ofni.

Þegar rauðrófan er tilbúin og búin að kólna aðeins skal skera hana í örþunnar sneiðar í mandolíni og stinga út í hringi með útstungujárni. Skerið einnig peruna í mandólíninu.

Gott er að raða hringjunum saman á smjörpappír og pensla síðan með gljáanum.

Næst skal taka matskeið af geitaosti og setja á disk og raða síðan rauðrófu og peru ofan á í fallegan hring.

Blanda vinaigrettunni saman við klettasalatið og setja ofan á rauðrófurnar.

Að lokum skal setja ristuðu hneturnar og rífa piparrót yfir með fínu rifjárni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda