Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson í Sælkerabúðinni útbjuggu girnilega forrétti þar sem þeir notuðu fisk frá Norðanfiski. Hér eru tvær uppskriftir að forréttum sem er auðvelt að útbúa en eru jafnframt mjög bragðgóðir. Annars vegar heitreyktur lax með piparrótarsósu og grafinn lax með heimagerðri graflaxsósu.
Heitreyktur lax með piparrótarsósu
Þú tekur heitreyktan lax frá Norðanfiski og skerð niður og setur á disk. Til að toppa þennan rétt er mjög gott að hafa heimagerða piparrótarsósu með. Best er að útbúa hana daginn áður.
Piparrótarsósa
250 g majónes
30 g piparrót
60 g hunang
15 g salt
Aðferð Öllu hráefni er blandað saman í skál og best er að leyfa sósunni að taka sig inni í ísskáp yfir nótt.
Grafinn lax með graflaxsósu
Hjá sumum koma ekki jól nema fólk fái grafinn lax í forrétt. Til þess að gera graflaxinn að hátíðarmat skaltu útbúa þína eigin graflaxsósu. Hér er uppskrift sem er einföld og ferlega bragðgóð.
Graflaxsósa
100 g sinnep
100 g púðursykur
100 g repjuolía
150 g majónes
30 g þurrkað dill
skvetta af koníaki (má sleppa)
Aðferð Sinnep og púðursykur sett í hrærivélarskál, olíu hellt rólega saman við. Majónesi og dilli blandað út í.