Markmiðið ekki að léttast

Mindy Kaling er tveggja barna móðir.
Mindy Kaling er tveggja barna móðir. AFP

Mindy Kaling, leikkona og handritshöfundur, setti sér ekki það áramótaheit að léttast. Hin 41 gamla stjarna er ein af þeim sem er alltaf í megrun. Hún segist eiginlega hafa verið í megrun af og til síðustu 30 ár en árið í ár verður öðruvísi. 

„Ett af því góða við undanfarið ár er að ég ákvað að áramótaheitið mitt væri ekki að léttast. Áramótaheitið mitt er bara að hafa það gott og njóta stöðunnar sem ég er í, sem er að vera föst heima með tvö börn og líka vera í tveimur störfum og vera einstæð móðir,“ sagði Kaling í viðtali á vef InStyle

Kaling á þriggja ára gamla dóttur og son sem hún eignaðist síðastliðið haust. 

„Ég ætla bara að borða lax og spínat á hverjum degi í tvo og hálfan mánuð,“ segist Kaling hafa hugsað með sér eftir fyrri fæðinguna. Hún var að fara í tökur á kvikmynd nokkrum mánuðum seinna. Þetta er hún ekki að leika eftir núna enda naut hún þess ekki jafn mikið að vera ólétt þegar hún var að passa sig að fitna ekki of mikið. 

Kaling hugsar samt vel um heilsuna og er byrjuð að borða hollara en hún gerði í desember. Hún segist borða meira af grænmeti og næringarríkari máltíðir. Fyrir kórónuveirufaraldurinn var hún dugleg að mæta í ræktina. Hún fór tvisvar til þrisvar í viku í spinning og sagði það ekki síður hafa verið fyrir andlega heilsu sína. Hún finnur mun á því að æfa heima og að æfa í góðum félagsskap. 

Mindy Kaling er sögð eiga von á sínu fyrsta barni.
Mindy Kaling er sögð eiga von á sínu fyrsta barni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda