Inga Kristjánsdóttir er menntaður næringarþerapisti og starfar hjá Mulier Fortis. Hún vann sem ráðgjafi og fyrirlesari til fjölda ára. Hún elskar að miðla þekkingu sinni á heilsutengdum málefnum, hvort sem það er á námskeiðum eða í fjölmiðlum. Í heilsublaði Nettó skrifar hún um vítamín:
Freyðitöflur hafa alltaf heillað mig, einfaldlega vegna þess að þær eru bragðgóð og þægileg leið til að taka inn vítamín og bætiefni. Svo er ekki verra að þegar ég nota þær þá drekk ég meiri vökva. Ég er nefnilega dálítið óþekk með það og hef verið í vandræðum með að drekka nóg, svona annað en kaffi ...
Hins vegar er ég líka mjög vandfýsin á hvað ég tek inn og vil ekki að mínar freyðitöflur innihaldi gerviefni eins og litarefni, bragðefni og gervisykur. Þess vegna varð ég hoppandi glöð þegar við duttum um Trace Minerals vörurnar, þar sem þetta eru geysilega vönduð bætiefni og tikka í öll gæðaboxin hjá mér.
Engar venjulegar kollagen töflur!
Mér þykir yndislegt að eldast og alveg ánægð með hrukkurnar mínar, hins vegar er ég alveg til í aðeins stinnari og rakafylltari húð. Þessar freyðitöflur virka tvöfalt fyrir húðina, þær innihalda ekki bara kollagen sem nærir hana beint, heldur einnig 500mg af C-vítamíni sem heldur betur ýtir undir mína eigin framleiðslu á kollageni.
Það er svo magnað að C-vítamín skuli hafa þessi áhrif á líkamann!
Í kollagen freyðitöflunum er líka að finna sínk og fleira sem styður enn frekar við heilbrigði húðarinnar.
Eruð þið þreytt, þurr, sveitt og svimandi?
Ekki áhugavert að vera í þeim hópi er það?
Leynt vandamál, en ekki svo lítið eða óalgengt, er vökvaójafnvægi og skortur á steinefnum og söltum.
Einkennin geta verið margvísleg og sömuleiðis geta ástæðurnar verið fjölmargar.
Þreyta, svimi, sinadrættir og krampar, minnistruflanir, mikið orkuleysi og tíðar klósettferðir (svona eins og líkaminn nái ekki að halda í vökvann sem drukkinn er).
Hverjir eru útsettir fyrir að vanta steinefni og sölt?
Jú, mjög margir.
Íþróttafólk, hottjógar, sund og pottafólk, eldri borgarar, konur á breytingaskeiði (sem svitna mikið), þeir sem eru á ketó mataræði (ketó flensan) og fleiri.
Trace Minerals Max Hydrate inniheldur þessi mjög svo mikilvægu steinefnasölt og mér finnst dagurinn ekki vera byrjaður fyrr en ég er búin að fá mér eina út í vatnsglasið.
Þegar ég fer í ræktina (eða æfi heima) þá er ég alltaf með brúsa með Max Hydrate. Allt önnur orka!
Streita, álag, kvíði?
Æ, erum við ekki flest svolítið þar þessa dagana?
Ég held að margir þurfi á öllu sínu að halda til að virka í lífinu og ekki er það til bóta að vera með magnesíumskort!
Talið er að allt að 75% fólks fái ekki nóg magnesíum úr fæðinu og ef það vantar, þá erum við í vondum málum. Þetta er geysilega mikilvægt steinefni sem tekur þátt í flestu sem gerist í kroppinum. Hvort sem það er að kalla fram eðlilega slökun í vöðvum, vinna með taugakerfinu gegn depurð og kvíða eða vinna gegn krömpum, sinadráttum og fótaóeirð. Ein til tvær á dag í vatnsglas er góð trygging gegn magnesíumskorti.
Árið 2021 verður eitthvað!
Miklu, miklu skemmtilegra en hið nýliðna, klárt mál!
Þetta verður árið sem við hugsum meira og betur um heilsuna en áður. Við viljum gera það til að geta notið lífsins í botn.
Góður matur, góð bætiefni, góðar samverustundir og andleg næring.
Áfram við!