Ætti ekki að vera bannað að vera kynþokkafullur

Sigurlaug Ýr Gísladóttir hugsar vel um heilsuna.
Sigurlaug Ýr Gísladóttir hugsar vel um heilsuna. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurlaug Ýr Gísladóttir prýðir forsíðu heilsu- og útivistarblaðs Morgunblaðsins. Hún vinnur í menntamálaráðuneytinu og hefur brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og því að bæði konur og karlar hafi frelsi til að vera nákvæmlega eins og þau vilja án þess að vera dæmd eða lögð í einelti fyrir sérkenni sín.

„Mér finnst gott að segja hlutina eins og mér koma þeir fyrir sjónir án þess að flækja málin að óþörfu. Í því samhengi vil ég nefna eitt atriði eins og aldur kvenna. Ég man mjög vel eftir því þegar seinna sambandið mitt endaði árið 2013, þá var ég þrjátíu og átta ára gömul og barnlaus. Ég fann mikið fyrir því hvernig karlmenn líta mismunandi á konur eftir því á hvaða aldursskeiði þær eru. Með því finnst mér verið að hlutgera konur. Við verðum hvorki betri né verri með árunum, ekki frekar en karlmenn.“

Hún hefur gaman af því að draga fram kynþokkann fyrir sjálfa sig.

„Það er einfaldlega hluti af því að standa með sjálfri mér, mér finnst að það ætti ekki að vera tabú fyrir konur að vera kynþokkafullar. Við eigum ekki að dæma fólk eftir útliti eða klæðaburði. Smekkur er eitt, atferli annað. Þannig að þegar ég klæði mig á minn hátt er ég
ekki að gefa annað í skyn en rétt minn til kynfrelsis og tjáningar.“

Hægt er að lesa blaðið í heild sinni HÉR. 

Sigurlaug Ýr prýðir forsíðu Heilsu-og útivistarblaðs Morgunblaðsins.
Sigurlaug Ýr prýðir forsíðu Heilsu-og útivistarblaðs Morgunblaðsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda