Hugarfarið sterkasta vopnið gegn aukakílóum

Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur var að gefa út bókina Náðu …
Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur var að gefa út bókina Náðu tökum á þyngdinni. Ljósmynd/Sunna Ben

Sól­ey Dröfn Davíðsdótt­ir for­stöðusál­fræðing­ur Kvíðameðferðar­stöðvar­inn­ar var að gefa út bók­ina Náðu tök­um á þyngd­inni. Ólíkt mörg­um bók­um sem fjalla um sama efni nálg­ast Sól­ey efnið út frá hug­ar­fari og breytt­um venj­um enda sér­fræðing­ur í hug­rænni at­ferl­is­meðferð.

Sól­ey ákvað að skrifa bók­ina þar sem hún seg­ir eig­in­lega ekk­ert fjallað um hvernig sál­fræðileg meðferð vegna ofþyngd­ar geng­ur fyr­ir sig. Í bók­inni kynn­ir hún mik­il­væg­asta vopnið í bar­átt­unni við auka­kíló­in; manns­hug­ann. Þetta vopn gleym­ist gjarn­an að sögn Sól­eyj­ar.

„Hug­ar­farið er ofboðslega mik­il­væg­ur þátt­ur í þessu. Næst­um því öll megr­unar­úr­ræði ganga út á það að setja okk­ur ein­hverj­ar utanaðkom­andi skorður. Að forðast kannski ein­hvern ákveðinn mat eða matar­flokka og fylgja ein­hverju pró­grammi eft­ir. Það virk­ar ágæt­lega á meðan þú hef­ur þess­ar utanaðkom­andi skorður en um leið og þeim slepp­ir ertu sama mann­eskja og áður með sömu hugs­an­ir, lang­an­ir og til­finn­ing­ar. Það sem þessi bók geng­ur út á er að taka þetta frá hinum end­an­um. Í stað þess að ein­beita okk­ur að utanaðkom­andi skorðum þá vinnum við þetta að inn­an. Hvernig get ég unnið með hug­ar­farið þannig að það eyðileggi ekki tilraunir mínar til að léttast? Það er oft talað um að það þurfi hug­ar­fars­breyt­ingu til að grenn­ast eða gera lífsstíls­breyt­ingu en það fylg­ir ekki sög­unni hvernig á að gera það.“

Sól­ey seg­ir vissa eiginleika hafa valist úr hjá manninum og sé okkur eðlislægt að sækja í sæta og orkuríka fæðu og borða mikið þegar færi gefst þannig að við höfum varaforða til mögru tímanna. Fáar hömlur hafi þróast á áti enda gerðist þeirra ekki þörf á árum áður. Maður­inn á því í vanda í heimi alls­nægta þar sem hann get­ur borðað eins og hann get­ur. Í þessu um­hverfi geng­ur mann­in­um oft erfiðlega að grenn­ast og halda sér grönn­um. 

„Það má segja að ef maður öðlast innri stjórn skipt­ir minna máli hvers konar fæða er í boði eða hvað er um að vera. Þá nærðu að taka oft­ar rétt­ar, heilsu­sam­leg­ar ákv­arðanir.“

Sól­ey mæl­ir með því að forðast öfg­ar og setja sér frek­ar það mark­mið að gera vel í 80 pró­sentum til­fella. „Sumt höf­um við vanið okk­ur á og stund­um er þetta líka hugs­un­ar­leysi. Maður hef­ur kannski vanið sig á að borða ekki morg­un­mat og verður svo agalega svang­ur seinni part­inn, drekkur of mikið gos eða eða hvað sem maður ger­ir sem kem­ur sér illa fyr­ir mann. Þannig að það þarf að taka þess­ar venj­ur til end­ur­skoðunar. Það er merki­legt hvað við erum allt eða ekk­ert hvað varðar ofþyngd. Annaðhvort er ég í geðveiku átaki eða geri allt sem mér sýn­ist. Þá náum við aðeins tímabundnum árangri. Þannig erum við líka með hreyf­ingu; við erum öfgafull í hugsun og þar af leiðandi hegðun.“

Sól­ey mæl­ir ekki endi­lega með ströng­um megr­un­ar­kúr­um þar sem hún seg­ir ákveðið sveltiviðbragð ræsast þegar fæða verður af skornum skammti. Á megr­un­ar­kúr­um hæg­ir lík­am­inn á brennslu, hann tekst á við mataræði eins og um hung­urs­neyð væri að ræða. Mat­ar­lyst stór­eykst og ásókn í fæðu. Sól­ey seg­ir sumt fólk ekki mega ekki hugsa til þess að fara í megr­un og þá fer það að þyngj­ast. Það er betra ef fólk get­ur breytt venj­um sín­um smám sam­an.

Fólk not­ar stund­um mat til þess að fást við líðan og þess vegna er sérkafli um líðan í bók­inni. „Við not­um stund­um mat til þess að mæta þörf­um okk­ar. Til dæm­is ef ég finn fyr­ir ein­semd eða mér leiðist þá gæti ég notað mat til þess að fylla upp í það, sem er ekki besta leiðin. Þess vegna er sál­fræðimeðferð svo gagnleg, sér­stak­lega þegar um til­finn­ingaþætti er að ræða,“ seg­ir Sól­ey og seg­ir fólk þurfa að læra að bregðast öðru­vísi við líðan sinni. 

Hvað er fyrsta skrefið hjá okk­ur öll­um?

„Það er að huga að smáatriðum daglegs lífs þar sem margt smátt ger­ir eitt stórt. Í staðinn fyr­ir öfga­hugs­un eins og að fara fimm sinn­um í viku í rækt­ina og fara á ketó eru millj­ón tæki­færi sem við fáum upp í hend­urn­ar á hverj­um degi. Hvort ég tek lyft­una eða stig­ann, legg bíln­um nær eða fjær. Hvort ég borða eina kex­köku eða tvær. Þú ert alltaf að fá tæki­færi til þess að beygja til vinstri eða hægri í þessu völundarhúsi hreyfingar og mataræðis og því oftar sem þú tekur „rétta beygju“ á þessu sviði, því fyrr kemstu á leiðarenda. Þessar smáu en réttu ákvarðanir safnast saman. Ein­hvern tím­ann las ég rann­sókn um að það að borða eina hrís­kúlu á dag um­fram dag­lega orkuþörf skil­ar sér í þyngdaraukningu upp á eitt kíló á ári eða tíu kíló á áratug. Það er ekk­ert endi­lega svo að þótt maður sé í yfirþyngd sé maður að borða alltof mikið eða óhollt, öllu heldur þarf að skoða hvort svigrúm sé fyrir framfarir í þessum smáu ákvörðunum daglegs lífs, sem lítil fyrirhöfn er að breyta,“ seg­ir Sól­ey og bend­ir á að það skipti máli hvort við stönd­um eða sitj­um og það eitt að sitja á gólf­inu þegar við horf­um á sjón­varpið fremur en í sófa skilar aukinni brennslu – og skemmri tíma í sjónvarpsáhorf! gerir Sóley ráð fyrir.

https://dashboard.bambuser.com/content

Sóley mælir með að taka lítil skref í einu og …
Sóley mælir með að taka lítil skref í einu og breyta venjum. Ljósmynd/Sunna Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda