Melania fer í heilsulind tvisvar á dag

Melania Trump hefur notið þess að slaka á í Flórída …
Melania Trump hefur notið þess að slaka á í Flórída síðustu vikur. AFP

Mánuður er síðan Mel­ania Trump, fyrr­ver­andi for­setafrú Banda­ríkj­anna, kvaddi Hvíta húsið ásamt eig­in­manni sín­um Don­ald Trump. Frú Trump nýt­ur lífs­ins í dekri frá morgni til kvölds í Flórída þessa dag­ana. 

„Hún fer í heilsu­lind, borðar há­deg­is­mat, fer í heilsu­lind­ina (aft­ur) og borðar kvöld­mat með Don­ald á ver­önd­inni,“ sagði heim­ild­armaður CNN um frú Trump. Dag­skrá henn­ar er sögð vera sú sama á hverj­um degi. 

Ann­ar aðili sem þekk­ir til frú Trump seg­ir það ekki óeðli­legt að frú Trump verji mörg­um klukku­tím­um í heilsu­lind­inni í einu og fari jafn­vel tvisvar á sól­ar­hring. Hún nýt­ur þess að fara í nudd, naglasnyrt­ingu, and­litsmeðferðir og annað sem er í boði í heilsu­lind­inni. 

„Hún borðar eig­in­lega alltaf kvöld­mat,“ sagði enn ann­ar heim­ild­armaður sem hef­ur séð Mel­aniu Trump við heilsu­lind­ina í Mar-a-Lago í Flórída. Frú Trump borðar oft fisk með for­eldr­um sín­um Vikt­ori og Amaliju Knavs en þau dvelja mikið í Flórída. 

Mel­ania Trump er sögð hafa lifað svipuðu lífi áður en hún varð for­setafrú að sögn þeirra sem þekkja til. Auk þess varði hún dög­un­um eins þegar hún fór í frí til Flórída.

Melania Trump hætti sem forsetafrú Bandaríkjanna í janúar.
Mel­ania Trump hætti sem for­setafrú Banda­ríkj­anna í janú­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda