Ertu með getu til að treysta sjálfri þér?

Linda Pétursdóttir er menntaður lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein.
Linda Pétursdóttir er menntaður lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór níundi þátt­ur­inn henn­ar í loftið í vik­unni. Þátt­ur­inn fjall­ar um sjálfstraust; hvað það er og að hvaða leiti sjálfstraust er frábrugðið hroka. Hún er á því að fæst okkar búa yfir sjálfstrausti. 

„Skilgreiningin á sjálfstrausti er svohljóðandi: Að vera örugg með sjálfa þig og hæfileika þína. Ég kýs að skilgreina það sem getu þína til að treysta sjálfri þér. Að vera þess fullviss að þú getir upplifað hvaða tilfinningar sem er, þar með talið að mistakast, án þess að verða fyrir skaða. Sjálfstraust er álit þitt á sjálfri þér í heild.“

Linda segir að það sem þér finnst um sjálfa þig er það sem skapar eða skemmir sjálfstraustið þitt. 

„Ef þú veltir því fyrir þér þá er öryggi tilfinning og sjálfstraust er tilfinning okkar um sjálfið. Allar tilfinningar okkar koma frá hugsunum okkar, þannig að það hvernig við hugsum um okkur ræður því hvort við finnum fyrir sjálfstrausti eða ekki.

Hæfileikinn til að treysta sjálfri sér kemur með því að vera samkvæm sjálfri sér og standa stöðugt við það sem þú segist ætla að gera. Þú fæðist ekki með sjálfstraust; þú ávinnur þér það með því að standa við orð þín og vanda þig við allt sem þú gerir. Þegar þú veist þetta geturðu tekið á móti hvaða tilfinningu sem er. Það versta sem getur gerst er tilfinning. Í alvöru. Þegar lífið reynist erfitt eru það tilfinningarnar sem eru slæmar. Flest okkar eyða of miklum tíma í sjálfs efa vegna þess að vitum ekki að við ráðum við allt sem verður á vegi okkar. Þrátt fyrir ótta okkar við að verða fyrir varanlegum skaða eru engar tilfinningar það slæmar að við getum ekki upplifað þær, farið í gegnum þær og unnið okkur út úr þeim.

Þegar við erum tilbúnar að upplifa hvaða tilfinningar sem er og vitum að það er það versta sem getur gerst, þá flæðir sjálfstraustið yfir okkur. Hæfileiki okkar til að upplifa tilfinningar er líkt og öryggisnetið okkar fyrir allt sem okkur langar að gera. Það tekur áhættuna úr jöfnunni og gefur okkur „leyfðu mér að spreyta mig“ viðhorf.“

Linda segir sjálfstraust ástand. 

„Hugsanir skapa tilfinningar. Trú skapar ástand. Trú samanstendur bara af hugsunum sem þú hugsar aftur og aftur. Að hugsa hugsanir sem skapa sjálfstraust og trúa þeim er kunnátta.

Trú okkar er flest endurunnin. Við gerum okkur ekki einu sinni grein fyrir því hversu mikinn sjálfs efa og kvíða viðhorf okkar framleiðir vegna þess að við höfum alltaf hugsað svona. Kunnugleg og skilvirk hugsun er nánast þægileg í fyrirsjáanleika sínum.“

Í þættinum fer Linda yfir hvernig þú getur framleitt sjálfstraust og gefur þér ráð þar að lútandi.

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda