Linda Pé hjálpaði Guðrúnu að losa sig við 22 kíló

Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein.
Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein. Mbl.is/Ásta

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór tíundi þátt­ur­inn henn­ar í loftið í dag. Þátt­ur­inn fjall­ar um árangurssögu Guðrúnar Bragadóttur, en hún hefur losað sig við 22 kíló og gert jákvæðar breytingar á lífi sínu. Hún er þátttakandi í Lífinu með Lindu Pé. 

„Saga hennar á eftir að veita fólki innblástur,“ segir Linda. 

Guðrún segir í hlaðvarpsþættinum að hún hafi byrjað hjá Lindu á námskeiði fyrir ári og þá hafi hún farið í 28 daga heilsuáskorun.

„Það var svo einfalt að skipta bara út einni máltíð fyrir einn heilsudrykk. Þeir voru hver öðum betri. Þar byrjaði ég að sjá árangur og upplifði þetta ekki sem einhvern megrunarkúr. Maður áttar sig oft ekki á því hvernig maður lítur út. Ég skildi árið 2017 og blés út og datt í alls kyns óhollustuát. Ég sá mynd af mér frá þorrablóti Skagamanna og þá brá mér við að sjá sjálfa mig og vissi að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Nú þekki ég að ég hef klárlega verið í tilfinningaáti.

Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup. Ég ákvað að fjárfesta í sjálfri mér, ég á það skilið  og ég stend með mér.

Það sem mér finnst svo merkilegt og frábært í prógramminu er þessi hugsanastjórnun því maður er það sem maður hugsar. Það hefur hentað mér að vita að stjórnin er hjá mér sjálfri. Þetta er ákveðin agastjórnun. Við erum að vinna með sjálfsmyndina, að hætta sjálfsniðurrifi og tala fallega til okkar sjálfra, því við náum ekki markmiðum okkar með því að berja okkur niður.

Ég á mjög gott samband við vigtina í dag og nú er ég farin að segja sjálfri mér að ég sé „gordjöss“ þegar ég stíg á hana og horfi á mig í speglinum. Ef ég er farin að þyngjast þá hugsa ég til baka hvað var ég að borða og get þá gripið inn í fyrr og gert viðeigandi breytingar.

Nú er ég farin að pæla meira í skammtastærðum með því að nota hungurkvarðann. Hér áður fyrr gúffaði ég í mig eins og ég væri að borða síðustu máltíðina en nú er ég farin að borða hægar og vera meðvitaðri.

Ég lít ekki á þetta prógramm sem megrunarkúr, þetta er svo mannbætandi. Ég ákvað að vera áfram þótt ég hafi þegar náð þyngdarmarkmiði mínu því efnið sem við erum að læra er svo áhugavert. Ég ætla ekki að hætta. Planið og fastan myndi ég segja að væri lykillinn að árangri mínum og allt efnið sem þú ert að kenna okkur. Konurnar í hópnum eru svo frábærar, bera mikla virðingu hver fyrir annarri, þetta er gott samfélag kvenna,“ segir Guðrún og staðfestir að hún eigi nýtt líf í dag. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál