„Hefði sparað mér mikinn sársauka“

Linda Pétursdóttir er menntaður lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein.
Linda Pétursdóttir er menntaður lífsþjálfi með þyngdartap sem sérgrein. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pétursdóttur er að slá í gegn um þessar mundir og fór þrettándi þátturinn hennar í loftið í vikunni. Þátturinn fjallar um árangurssögu Ásdísar sem hefur losað sig við 16 kíló að undanförnu. 

Linda segir mestu máli skipta að ná að hjálpa konum að líða betur andlega. Það sé svo bónus að vita að þær losna við aukakílóin. 

„Það hefði sparað mér mikinn sársauka þegar ég var að fara í gegnum mína erfiðleika á sínum tíma hefði ég kunnað þessi fræði. Það þýður þó lítið að dvelja í fortíðinni heldur verðum við að reyna að hlúa að okkur í dag og því sem fram undan er í lífinu. Þess vegna er ég svo þakklát að vera búin að læra þessi lífsþjálfunarfræði enda geta þau gert kraftaverk. Ég nota þau sjálf á hverjum degi og vinn stöðugt í minni andlegu líðan.“

Að vera ráðgjafi kvenna eins og Ásdísar Óskar Valsdóttur er gefandi að mati Lindu. 

„Hún hefur gert eftirtektaverðar breytingar á eigin lífi og losað sig við 16 kíló. Það sem er þó aðalmálið er að henni líður betur andlega og kvíðinn hefur minnkað. Hún talar um að það sem hún hefur gert hingað til hafi ekki virkað því hana vantaði meiri eftirfylgni. Hún stjórnar því sjálf hvað hún borðar og er hún búin að finna út að hún þarf að borða minna en hún var vön að gera. Að taka ábyrgð sjálfur og sækja í þekkingu sem maður hefur innra með sér gerir það að verkum að hún þarf ekki að borða yfir tilfinningar sínar.“

Það er mikilvægt að dvelja ekki of mikið í fortíðinni að mati Lindu. Það gerist ýmislegt hjá konum og þær eru duglegar að rífa sig niður.

„Það er því mikið frelsi að læra og skilja að fortíðin er hvergi til nema í hugsunum okkar,“ segir Linda.  

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál