„Þú mátt vera ófullkomin í friði“

Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein.
Linda Pét­urs­dótt­ir er menntaður lífsþjálfi með þyngd­artap sem sér­grein. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur nýtur vinsælda og fór fjórtándi þátt­ur­inn henn­ar í loftið í vik­unni. Þátt­ur­inn fjall­ar um fullkomnunaráráttu og deilir Linda eigin upplifun af því að gera óraunhæfar kröfur til sín. 

„Komandi úr heimi fegurðar og heilsu síðastliðin 30 ár þá þekki ég fullkomnunaráráttu nokkuð vel. Ekki einungis í starfi mínum sem Ungfrú Heimur og dómari í Miss World, heldur einnig sem alþjóðleg fyrirsæta og síðast en ekki síst eftir að hafa rekið líkamsræktarstöð.

Ég tel að okkur konum hafi verið seld sú saga að fullkomnunarárátta sé jákvæður eiginleiki. En það er mikill munur á að leggja sig annars vegar alla fram við að gera eitthvað vel með kærleikann að leiðarljósi og hins vegar því að setja alla sína krafta í að gera eitthvað „fullkomlega“ á meðan þú ert stöðugt að rífa þig niður og sífellt að reyna að gera meira því þér finnst þú aldrei nógu verðug.“

Linda segir mikilvægt að konur viti að þær þurfa ekki að vera svona eða hinsegin.

„Þú þarft ekki að vera óörugg. Þú getur verið ófullkomin í friði. Þú getur endurskilgreint hvað fullkomið þýðir og hvernig fullkomnun lítur út. Þú getur lært að samþykkja að þú sért fullkomin nákvæmlega eins og þú ert núna. Þú getur lært að trúa því raunverulega að veröldin og alheimurinn og skaparinn hafi búið þig til fullkomna, nákvæmlega eins og þú ert. Þú getur æft þig í að hugsa hugsanir sem styðja við þá hugmynd að við séum sköpuð fullkomin og að „fullkomnun“ innihaldi bæði jákvæð og neikvæð atriði.“

Linda nefnir nokkur dæmi um hegðun kvenna sem eru haldnar fullkomnunaráráttu gagnvart líkama sínum og mat. 

  • Þær gagnrýna sig óhóflega.
  • Þær misbjóða líkama sínum með því að borða allt of fáar hitaeiningar eða með því að innbyrða óhóflegt magn af mat og hunsa náttúruleg hungurmerki.
  • Fullkomnunarsinnar eltast við ímyndina um „hinn fullkomna líkama“ í stað hins fullkomna lífs.
  • Þær eru aldrei fullkomlega til staðar í samböndum vegna þess að þær halda að ástvinur, fjölskylda eða vinir séu að dæma líkama þeirra eða mataræði.

Heimspeki er Lindu ofarlega í huga í þættinum.

„Okkur finnst við gjarnan eiga rétt á að allt eigi að vera einungis jákvætt. Hvað ef við samþykkjum neikvæðni eins og hún er; sem hluta af fegurð mannlegrar reynslu. Okkur hættir til að halda að það eigi aldrei að vera neitt slæmt, aldrei neitt ljótt og aldrei neitt hörmulegt, en það er bara ekki rétt. Við töpum alltaf þegar við þrætum við raunveruleikann.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda