Linda Pé blæs á kjaftasögurnar

Linda Pétursdóttir lífsþjálfi aðstoðar konur við að komast í þá …
Linda Pétursdóttir lífsþjálfi aðstoðar konur við að komast í þá þyngd sem þær dreyma um. mbl.isl/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór fimmtándi þátt­ur­inn henn­ar í loftið í dag. Þátt­ur­inn fjall­ar meðal annars um kjaftasögur. Linda segir mikilvægt að allir muni að þeir geti ákveðið hvernig þeir tala við sig og að allir séu verðmætir í eðli sínu og mannlegir. 

Kjaftasögur hafa áhrif á alla. Það er hægt að sigrast á þeim og hægt að setja þær inn í formúluna sem ég kenni sem er: hugsa-líða-gera-hringrásin. Annað fólk á ekki að stjórna því hvernig okkur líður. Þú getur alltaf breytt hugsun þinni því hún á sér stað innra með þér.“

Í þættinum ræðir Linda hvernig fólk getur skapað sér betra líf með því að breyta viðhorfum til sín. Hún hvetur fólk til að kafa inn á við og spyrja sig hverju það trúi um sig. 

„Veltirðu þér upp úr eymd og volæði og spinnur upp hugsanir sem leiða af sér neikvæðar tilfinningar? Það er allavega algengt meðal viðskiptavina minna. 

Mín skoðun er sú að virði þitt ræðst ekki af þér. Verðmæti þitt hefur þegar verið ákveðið vegna þess að þú varst sköpuð á guðdómlegan máta. Þú skapaðir ekki sjálfa þig – þú fékkst þetta líf að gjöf og þess vegna er kjarni tilveru þinnar verðugur, burtséð frá öllu öðru.

Þegar ég segi viðskiptavinum mínum þetta verð ég vör við ótrúlega mikinn létti og fólk upplifir frelsi í því að vita að efasemdir um eigið gildi eru jafn gáfulegar og að spyrja hvort himinninn sé blár. Það er í raun engin ástæða fyrir því. Það er engin ástæða til að eyða orkunni í svona nokkuð því þetta hefur þegar verið ákveðið. Það er staðreynd. Þannig er það.

Þegar hugsanir skjóta upp kollinum sem segja þér að þú ættir að vera betri en þú ert eða öðruvísi en þú ert, þá vil ég að þú getir skoðað hugsunina og séð hana eins og hún er.

Þetta er bara heilinn í þér að búa til setningar. Þetta hefur ekkert með þitt virði að gera. Flest erum við bara að heilaþvo okkur með neikvæðum hugsunum. En góðu fréttirnar eru þær að ef heilinn getur talað þig inn á að trúa þessum neikvæðu hlutum um sjálfa þig þá getur hann einnig fengið þig til að trúa jákvæðum og yndislegum hlutum um þig. Milljón dollara spurningin er: Hverju viltu trúa um þig og hvernig ferðu að því?

Þú verður að byggja upp mjög mikla forvitni og vera virkilega heiðarleg við sjálfa þig.

Fyrst þarftu að komast að því hverju þú trúir núna. Hverjar eru hugmyndir þínar um þig, líf þitt, fólkið í lífi þínu og fortíð þína. Hverju trúir þú um getu þína í framtíðinni. Svo þarftu að ákveða hverju þú vilt trúa á öllum þessum sviðum og að lokum þarftu að æfa þig í að trúa. 

Það er lykillinn að þessu öllu; að skilja á milli þess sem þú trúir og þess sem þú telur að sé mögulegt.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda