Anna Kristjáns: 16 kíló farin á 90 dögum

Anna Kristjánsdóttir birti fyrir og eftir myndir af sér.
Anna Kristjánsdóttir birti fyrir og eftir myndir af sér. Skjáskot/Facebook

Vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir nálgast markmið sitt óðum en hún stefnir á að léttast um 22 kíló fyrir lok árs. Anna, sem býr á Tenerife, birti fyrir-og-eftir-myndir af sér í dag, þriðjudag, og greindi frá því að á 90 dögum hefði hún lést um næstum því 16 kíló. 

Anna segist hafa fitnað mikið í útgöngubanni á Tenerife. Hún er dugleg að fara út að ganga og klífa fell og fjöll á Tenerife. Hún þvertekur fyrir að lifa meinlætalífi. Hún borðar nautasteik eða lambasteik að minnsta kosti einu sinni í viku, kjúkling kannski tvisvar í viku og fisk um það bil tvisvar í viku. Unnar kjötvörur eru einnig af og til á boðstólum í Paradís eins og Anna kallar gjarnan Tenerife.

„Það er ekki margt sem ég neita mér um, þá helst brauð og bjór, en kartöflur og hrísgrjón læðast stundum á diskinn en í mjög litlum mæli. Á 90 dögum eru þannig farin nærri sextán kíló og er ég þó langt í frá að deyja úr hungri,“ skrifar Anna í pistli á Facebook. 

Hér má lesa pistil Önnu í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda