„Dansinn spyr ekki um aldur eða útlit“

Friðrik Agni kennir dans í Kramhúsinu.
Friðrik Agni kennir dans í Kramhúsinu.

Friðrik Agni Árna­son kenn­ir dans í Kram­hús­inu fyr­ir allt skemmti­leg­asta fólk bæj­ar­ins sem vill upp­lifa partí í tím­um í Kram­hús­inu án þess að vera úti all­ar næt­ur. Hann seg­ir dans­inn góðan fyr­ir sam­bönd og jafn­vel efla fólk í kyn­líf­inu. 

Friðrik Agni er dans­kenn­ari, skemmtikraft­ur, skáld, fyr­ir­les­ari og al­menn­ur áhugamaður um geðheilsu og já­kvæðan lífs­stíl. Hann byrjaði að æfa dans fjög­urra ára gam­all.

„Mamma mín er frá Indlandi og ég hlustaði mikið á bollywood-tónlist sem barn og horfði á bollywood-tón­list­ar­mynd­bönd og þótt­ist geta sungið og dansað eins og fólkið í mynd­bönd­un­um.“ Seinna kynnt­ist hann stelpu sem breytti líf­inu. „Þá kynnt­ist ég svo frá­bærri stelpu í Svíþjóð sem er hálfegypsk. Þannig fór­um við að vinna mikið sam­an og hún var með mik­il ar­ab­ísk áhrif í sín­um tím­um. Það fór svo að við fór­um sem hóp­ur að kenna nám­skeið sem hét Ar­ab­i­an Nig­hts á ris­aráðstefnu í Flórída fyr­ir zumba-kenn­ara um all­an heim. Þetta var til að kynna kenn­ur­um ólíka ar­ab­íska dans­stíla til að krydda tím­ana sína. Þetta varð mjög vin­sælt og þróaðist svo þannig að vin­kona mín og mamma henn­ar, sem er maga­dans­ari, bjuggu til ar­ab­íska dans­fit­n­ess-tíma sem kall­ast jalla­bina og ég fékk að koma með smá „in­put“ í það ferli. Í Kram­hús­inu er blanda af öllu þessu og heita tím­arn­ir ein­fald­lega PARTY WOR­KOUT. Við för­um út um all­an heim í þeim! Það eru latinó-, bollywood-, popp-, diskó- og ar­ab­ísk áhrif.“ Friðrik Agni not­ar létt lóð til að búa til stemn­ingu í tím­an­um.

„Léttu lóðin gefa 80's-fíl­ing og svo enda ég alla tíma á góðum rassi og maga. Þannig standa tím­arn­ir vissu­lega und­ir nafni. Þetta er dan­spartí með diskó­ljós­um sem end­ar svo með six pack! Mig lang­ar að fólk fari úr tím­um með aukna orku og sjálfs­traust til að tak­ast á við hvað sem er. Þess vegna byrja ég líka oft tím­ana á því sem ég kalla „Beyonce strut“ þar sem við lyft­um brjóst­kass­an­um upp í loftið og opn­um bring­una á móti öllu því sem lífið hend­ir til okk­ar og bara göng­um á móti því með stæl­um og dansi.“

Hvað er góð heilsa?

„Góð heilsa fyr­ir mér er þegar þú get­ur setið með sjálf­um/​ri þér í þögn og andað ró­lega. Eng­inn sárs­auki í lík­am­an­um kall­ar á þig og eng­in vond til­finn­ing er að gerj­ast í hjart­anu. Ef ég get byrjað dag­inn minn á þess­um stað veit ég að ég er al­mennt við góða heilsu. Þess vegna er góð heilsa líka að gefa sér tíma til þess að veita lík­ama og sál at­hygli á hverj­um degi og finna hvort eitt­hvað sé að. Ég held að allt of oft séum við bara að rudd­ast ein­hvern veg­inn áfram í dag­inn án þess að fatta hvernig okk­ur líður virki­lega. Við huns­um merki um van­líðan og lík­am­leg eymsli þangað til við keyr­um á vegg sem þving­ar okk­ur til að setj­ast niður. Ég hef al­veg staðið sjálf­an mig að þess­um rudda­skap og þess vegna er ég meðvitaður um þetta í dag. Ég er 33 ára og margt í lík­am­an­um ekki eins og þegar ég var 22 ára. Lík­am­inn eld­ist með okk­ur og þótt ég sé enn þá ung­ur verð ég samt ekki yngri héðan í frá. Það þarf að hugsa um heils­una á hverj­um degi, allt frá mataræði og hreyf­ingu til svefns.“Ætti fólk að fara í dans sam­an til að efla sam­bandið?

„Miðað við að dans­inn sé gleðisprengja þá já. Ímynd­um okk­ur ef við get­um sam­ein­ast þeim sem við elsk­um mest í líf­inu í þess­ari gleði og verið sam­stillt í gleðinni. Það er líka gott upp á að sleppa tök­um á stjórn og fylgja.“

Stundum er dansað með léttum lóðum.
Stund­um er dansað með létt­um lóðum.

Hann seg­ir að Kram­húsið sé ólíkt öll­um öðrum stöðum.

„Að kenna í Kram­hús­inu er svo­lítið eins og að kenna í svona hippa­komm­únu í New York þar sem all­ir mega vera eins og þeir eru. Það er svona mitt viðmót gagn­vart staðnum. Þarna sér maður nám­skeið sem ekki eru í boði neins staðar ann­ars staðar. Kram­húsið er sér á báti hvað kenn­ara­úr­val varðar og fjöl­breyti­leika.“

Friðrik Agni er á því að menn­ing­ar­lega fjöl­breytn­in í Kram­hús­inu laði fólk að staðnum.

„Ég held að það sé ein­mitt það sem laðar flesta að hús­inu. Alla vega þá sem eru í leit að ein­hvers kon­ar griðastað til að sleppa tök­um aðeins í burtu frá eig­in um­hverfi. Þá er ein­hvern veg­inn um­hverfið í Kram­hús­inu til­valið fyr­ir það.“

Hvernig hug­arðu að heils­unni?

„Kannski er ég bara með þetta týpíska svar, en ég huga að heils­unni út frá lík­ama, hjarta, sál og huga. Til þess að veita öll­um þess­um hlut­um sitt verðskuldaða vægi þarf ég að gefa mér tíma til þess. Það geri ég með því að vakna snemma á morgn­ana og ein­fald­lega gefa mér tím­ann þannig. Til að hugsa um lík­amann þá er það hreyf­ing og hlust­un. Teygj­ur, dans og styrk­ur. Til að næra hjartað reyni ég að gefa af mér eins mikla ást og ég get og hugsa um virði þess að þjóna líf­inu á ein­hvern hátt. Það er hægt að gera það með alls kyns litl­um hlut­um eins og bara að deila mat með fólki eða veita fólki óskipta at­hygli þegar það er að tala. Til að næra sál­ina hug­leiði ég og reyni að koma ró og jafn­vægi á hug­ann svo hann sé ekki alltaf í viðbragðsstöðu en svo til að rækta hug­ann þá læri ég. Ég vakna klukk­an fimm á morgn­ana og nota fyrsta klukku­tíma dags­ins í að huga að öllu þessu að ofan. Ég mæli með því en geri mér full­kom­lega grein fyr­ir því að það hent­ar ekki öll­um.“

Hvað ger­ir þú aldrei, út af heilsu­fars­leg­um ástæðum?

„Ég nota ekki eit­ur­lyf né reyki.“

Að kenna í Kramhúsinu er svolítið eins og að kenna …
Að kenna í Kram­hús­inu er svo­lítið eins og að kenna í hippa­komm­únu í New York þar sem all­ir mega vera eins og þeir eru.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda