„Staður sem mig langar ekki á aftur“

Linda Pét­urs­dótt­ir lífsþjálfi aðstoðar kon­ur við að kom­ast í þá …
Linda Pét­urs­dótt­ir lífsþjálfi aðstoðar kon­ur við að kom­ast í þá þyngd sem þær dreyma um. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór sautjándi þátt­ur­inn henn­ar í loftið í dag. Þátt­ur­inn fjall­ar meðal ann­ars um sjálfsrækt og þyngdartap. Linda segir eina mikilvægustu sjálfsræktina að ná stjórn á eigin hugsunum og hefur náð góðum árangri með það. Hún hefur unnið sig úr andlegri angist  stað sem hana langar ekki aftur á. 

„Ég legg mikla áherslu á sjálfsrækt og tek mér tíma til þess daglega. Mín daglega sjálfsrækt felst í hollu mataræði, sánabaði, göngutúrum í náttúrunni á Álftanesi með hundana mína og síðast en ekki síst hvað ég kýs að hugsa. Persónulega finnst mér það að vera meðvituð um hugsanir mínar og nýta mér töframátt hugsanastjórnunar hafa mest áhrif á líf mitt. Því það að líða vel andlega er grunnurinn að svo mörgu. Ég þekki það sjálf hvernig það er að vera í andlegri angist og það er ekki staður sem mig langar á aftur. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir mig og ég legg áherslu á að vinna í hugsunum mínum og líðan og áhrifum þess á líf mitt á hverjum einasta degi. Mér finnst gott að minna mig á að valdið liggur hjá mér sjálfri.“

Sönn sjálfsrækt er ekki alltaf auðveld né sveipuð ljóma að mati Lindu. 

„Hún krefst þrautseigju og einurðar. Sumir eru með „dekraðu við þig“-hugarfar og telja að það að leyfa sér nokkrar bollakökur sé að dekra við sig og njóta en það er skammvinn gerviánægja sem hefur neikvæðar afleiðingar þegar til lengri tíma er litið.“

Orðið sjálfsumhyggja eða sjálfsrækt er mikið í tísku, sérstaklega á samfélagsmiðlum. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir hugtakið?

„Oft sjáum við myndir af einhverjum sem fer í freyðibað eða dekrar við sig heima fyrir og kallar það sjálfsrækt. Þó svo að slíkt falli vissulega undir það að rækta sjálfa sig þá snýst sönn sjálfsrækt um eitthvað mikið dýpra. Henni fylgir ekki alltaf gleði og glæsileiki,“ segir Linda. 

Hvað varðar þyngdartap og heilbrigði snýst sjálfsrækt um að standa við skuldbindingar okkar og fylgja markmiðum okkar eftir að mati Lindu. 

„Hún snýst um að læra hvernig við náum ánægjulegum árangri til langframa í stað þess að sætta okkur alltaf við skammvinna ánægju sem hefur gjarnan óæskilegar afleiðingar.

Með því að skuldbinda sig til að léttast og heiðra þá skuldbindingu gagnvart okkur sjálfum erum við að stunda raunverulega sjálfsrækt. Fyrst leggjum við rækt við okkur sjálfar og svo við getum við verið til staðar fyrir ástvini okkar.“

7 atriði sem Linda flokkar sem sjálfsrækt

  • Að skuldbinda okkur til að rífa okkur ekki niður undir neinum kringumstæðum.
  • Að undirbúa okkur fyrir krefjandi aðstæður. 
  • Að standa með okkur þegar við erum staðráðnar í einhverju.
  • Að sýna okkur mildi þegar við upplifum erfiðar tilfinningar.
  • Að leyfa okkur að hvíla í okkur. 
  • Að velja að gera ekki hluti sem eru okkur skaðlegir.

Linda leggur áherslu á að taka sér tíma til að forgangsraða því sem skiptir máli og þá sé oft gott að taka tíma til að komast að því hvað við viljum og láta það verða það mikilvægasta í lífinu. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda