Borðar 7 þúsund hitaeiningar á dag

Mark Wahlberg borðar 7 þúsund hitaeiningar á dag.
Mark Wahlberg borðar 7 þúsund hitaeiningar á dag. Samsett mynd

Leik­ar­inn Mark Wahlberg borðar um 7 þúsund hita­ein­ing­ar á dag þessa dag­ana til að bæta á sig kíló­um fyr­ir hlut­verk sitt í kvik­mynd­inni Stu. Nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Lawrence Dur­an hef­ur aðstoðað leik­ar­ann við að bæta á sig og seg­ir það ekk­ert grín að ná að torga svo mörg­um hita­ein­ing­um á dag. 

„Við reyn­um að ná inn 7 þúsund hita­ein­ing­um á dag, en það er ekki auðvelt fyr­ir neinn að borða svo mik­inn mat, jafn­vel þótt við brjót­um þetta upp í minni máltíðir,“ sagði Dur­an í viðtali við E On­line

Wahlberg hef­ur nú þegar þyngst um 9 kíló og á að bæta um 4,5 kíló­um í viðbót á sig. „Hann borðar á þriggja tíma fresti. Við ein­blín­um á góð kol­vetni, dökk­grænt græn­meti og síðan skipt­umst við á pró­tíngjafa yfir dag­inn, og hann borðar að minnsta kosti 12 egg á dag,“ sagði Dur­an. 

Formorg­un­verður er klukk­an 3 á nótt­unni. Þá borðar hann fjög­ur egg. Síðan fer hann á æf­ingu og borðar svo átta egg, fjór­ar sneiðar af bei­koni, bolla af hrís­grjón­um, tvær mat­skeiðar af ólífu­olíu og pró­tín­sj­eik. 

Dur­an seg­ir að þeir séu að ein­beita sér að því að byggja líka upp vöðvamassa. Yfir dag­inn borðar hann svo kálf, svín, naut eða fisk ásamt korni á þriggja tíma fresti. Í lok dags borðar hann svo hafra­graut, tvær mat­skeiðar af eplamauki, tvær mat­skeiðar af sultu, tvær mat­skeiðar af möndl­u­smjöri og tvær mat­skeiðar af melassa.

Dur­an hef­ur mikla tú á því að Wal­h­berg geti náð þess­ari þyngd aft­ur niður á stutt­um tíma. „Hann get­ur tapað þyngd frek­ar auðveld­lega. Eft­ir nokkr­ar vik­ur eigið þið ör­ugg­lega eft­ir að sjá mikl­ar breyt­ing­ar. Hann hef­ur gert þetta allt sitt líf en það myndi taka venju­lega mann­eskju marga mánuði. Það eru ekki all­ir lík­am­ar eins og hans og ekki víst að hans nær­ingarpl­an virki fyr­ir hvern sem er,“ sagði Dur­an.

Mark Wahlberg á auðvelt með að þyngjast og léttast.
Mark Wahlberg á auðvelt með að þyngj­ast og létt­ast. skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda