Hjálpar konum sem hafa verið í megrun allt lífið

Linda virðir og vegsamar líkama sinn í stað þess að …
Linda virðir og vegsamar líkama sinn í stað þess að refsa honum með glötuðum megrunarkúrum. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er nýtur vinsælda þessa dagana og fjallar þáttur vikunnar um réttu leiðina til að léttast. Linda er sannfærð um að rétta leiðin sé til en ekki viss um að allir viti hver hún er. 

„Þegar viðskiptavinir mínir hafa samband og vilja vinna með mér í því skyni að léttast segja þeir yfirleitt ástæðuna vera þá að þér séu ósáttir við stærð sína eða töluna á vigtinni. Sem lífsþjálfi átta ég mig á að það liggur meira að baki. Ekki síst hjá konum sem hafa verið  endalaust í megrun í gegnum tíðina. Oft leynist viðhorfakerfi undir niðri sem felur í sér þá trú að þær eigi ekki neitt gott skilið og í undirmeðvitundinni hafa þær andúð á sér fyrir að vera ekki grannar.

Þegar þessi hugsunarháttur er við stjórnvölinn snýst þyngdartapið um að neita sér um mat með viljastyrkinn einan að vopni. Undirliggjandi skilaboði eru þau að þú sért stjórnlaus og þurfir að hafa stjórn á þér og sért því ekki nógu góð eins og þú ert. Undirstaða þessa hugsunarháttar er ótti. Óttinn við að verða stjórnlaus hafir þú ekki stjórn á matarræðinu, líkamanum og því magni af mat sem þú innbyrðir.

Það sem ég kenni er að léttast á heilbrigðan og sjálfbæran máta. Rétta leiðin til að léttast, er að fylgjast með líkama og huga og ná nægri tengingu til að vita markmiðin inn í framtíðina.  Þetta hugarfar varðandi þyngdartap er ólíkt öllum öðrum megrunar kúrum og heilsuprógrömmum. Ég kenni konum að vinna með hugsanir sínar því þá stuðla ég að breytingum til lengri tíma.

Skilaboðin sem liggja til grundvallar eru sjálfsást og einlæg umhyggja fyrir líkama þínum og heilsu. Undirstaða þessa hugarfars er kærleikur.“

Þú veist að þú ert að léttast á réttan hátt þegar þú getur fylgst með sjálfri þér án þess að dæma þig að mati Lindu. 

„Þegar þú skuldbindur þig til að vinna þessa sjálfsvinnu ákveður þú í leiðinni að taka meðvitaðar ákvarðanir um það að velja það sem þér er fyrir bestu. Staðfestan og aginn spretta af kærleika og sjálfsvirðingu en ekki refsingu.“

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju Linda leggur þessa vinnu á sig:

„Ég kýs að hugsa vel um líkama minn og ekki síst andlegu heilsuna. Ég er með liðagigt og hlúi því sérstaklega vel að mér. Heilbrigt matarræði skiptir miklu máli. Ég fer í þurrgufu daglega því þurr hitinn gerir mér gott svo og daglegir göngutúrar með hundana mína.

Ég vil vera heilbrigð, hraust og fersk í útliti. Ég virði og vegsama líkama minn í stað þess að refsa honum með glötuðum megrunarkúrum. Ég vil hafa sjálfstraust og sína sjálfri mér kærleika og umhyggju á degi hverjum.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda