„Er ég að fara að opna Baðhúsið aftur?“

Linda segir nokkrar leiðir sem fólk geti farið til að …
Linda segir nokkrar leiðir sem fólk geti farið til að vinna með henni. Ein leiðin er að hlusta á hlaðvarpið, svo er hún með hópa sem hittast reglulega. Eins tekur hún að sér einkaþjálfun. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er að slá í gegn um þess­ar mund­ir og fór tuttugasti þátt­ur þess í loftið í dag. Þátt­ur­inn fjall­ar um al­gengn­ar spurn­ing­ar sem Linda fær frá hlust­end­um hlaðvarps­ins. Spurningin um hvort Baðhúsið verði opnað aftur hefur verið hávær að undanförnu. 

„Þetta er spurning sem ég hef fengið oft síðust vikur og ákvað ég að svara henni í þætti dagsins. Að auki fjallar þátturinn einnig um tilfinningar og þyngdartap. Það eru margar leiðir í boði til að vinna með mér en ég er ekki að fara að opna Baðhúsið aftur.“

Linda segir að mikilvægt sé að sætta sig við ferlið sem fólgið er í því að léttast. Að því miður sé ekki til nein skyndilausn þegar kemur að stjórnleysi tengt mat. 

„Öll viljum við fá tafarlausan árangur og vellíðan allan tímann sem við erum að léttast. Við teljum okkur eiga rétt á huggun, tafarlausri hamingju og góðum árangri. Við viljum léttast, en við viljum ekki upplifa ferlið við að léttast.

Reikningsjafna þess að við erum of þung er einföld. Við borðum of mikið. En það sem er mikilvægt er að komast að grunnorsök þess að við borðum of mikið. Þetta kenni ég viðskiptavinum mínum.

Það sem gerist þegar þú hættir að borða of mikið er að allar ástæður þess að þú borðar of mikið koma upp á yfirborðið. Tilfinningar skjóta upp kollinum sem þú verður að læra að vinna úr. Það er grunnurinn.

Það er fyrirvari við þetta sem mikilvægt er að minnast á. Við verðum að átta okkur á því að líkamar okkar eru mjög mismunandi hvað varðar stærð og þyngd. Mín kjörþyngd er til dæmis ekki sú sama og þín.“

Linda útskýrir mikilvægi þess að fólk sé í ferli við að læra ástæður þess að það borðar yfir tilfinningarnar. 

„Þú verður meðvitaðri og tengdari sjálfri þér. Það er svo spennandi vegna þess að það er einmitt það sem lífið snýst um, ekki satt?

Er það alltaf skemmtilegt? Nei. Er það auðveld eða þægileg skyndilausn? Nei, en það er varanleg lausn, því ef þú getur fundið út hvers vegna þú borðar of mikið og þú getur leyst þann vanda, þá þarftu ekki stöðugt að vera í baráttu gegn sjálfri þér. Þú þarft ekki að nota viljastyrk, þú þarft ekki að berjast gegn sjálfri þér vegna þess að þú ert ekki lengur að berjast við einkennin, heldur ertu að meðhöndla orsökina.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda