Sara hefur mikla trú á hugvíkkandi efnum

Sara María Júlíusdóttir trúir á kraft hugvíkkandi efna.
Sara María Júlíusdóttir trúir á kraft hugvíkkandi efna.

Sara María Júlíudóttur er frumkvöðull á sviði hugvíkkandi efna. Sara María hefur unnið mikið í sjálfri sér en hún kynntist hugvíkkandi efnum á ferðalagi um Suður-Ameríku. Sara María sem er móðir og varð amma ung er gestur bræðranna Gunnars Dans Wiium og Davíð Karls Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu.

Sara María sem er jógakennari og heldur úti hlaðvarpsþáttunum Sóttkví segist hafa brotnað niður eftir að hafa verið í sambúð með veikum fíkli. Hún leitaði hjálpar vegna meðvirkni hjá 12 spora samtökunum. „Þar sá ég hvar ég sjálf beitti grófu andlegu ofbeldi, það er svo magnað að sjá það að þegar maður er fórnarlambið þá er ég alltaf sú góða að þóknast, ég geri allt fyrir alla, en „it takes two to tango“,“,segir Sara í lýsingum sínum á sinni uppljómun innan 12 spora samtakanna sem hún vísar í.

Sara kynntist hugvíkkandi efnum á ferðalagi um Suður-Ameríku. Með þessum efnum hefur hún svo unnið með sín áföll og náð að losa um í vitund sinni það sem hún meinar að hafi staðið í vegi fyrir vexti í hennar lífi. Hún talar um virkni sveppa eða Psylosobin. 

„Einfaldlega útskýrt, taugakerfið er svona eins og snúra og í snúrunni hanga hnullungar og það sem microdósing af sveppum gerir er að það er eins og það sé lyft undir hnullungana, léttir á þeim og það sem trippin gera er að klippa þá af,“ segir hún. Sara hefur prófað mörg hugvíkkandi efni í öllu mögulegu magni. Hún dásamar þau í margvíslegum tilgangi en einna helst í meðferð gegn kvíða og þunglyndi, óafgreiddum áföllum, gegn fíkn og slitgigt svo eitthvað sé nefnt.

Hún talar um hvernig efnin víkka hugann og brjóta upp gömul form eða munstur sem við getum hangið föst í svo árum skiptir. Hún nefnir sem dæmi skömmina sem gæti fylgt þeim kenndum sem börn gætu fundið fyrir en reyna að afneita vegna ótta við að vera dæmd eða hafnað. 

„Ég segi oft við menn sem koma til mín, manstu kannski þegar þú varst í grunnskóla og fórst í leikfimi og sást annað typpi og þú bara vá og fékkst í hann kannski og svo bara nei, ég er sko enginn hommi sko, bara skömm, þarna er komin fyrsta skömmin,“ segir Sara. Hún vill meina að þessi skömm fylgi okkur og hefur áhrif á hugmyndir okkar og kynvitund. 

Sara telur að framtíð geðlækninga sé falin í notkun hugvíkkandi efna í formi meðferða og undir eftirliti og stjórn fagaðila. Með þessa framtíðarsýn hefur hún hafið nám sem nefnist „psychedelic therapy training“. Námið er háskólanám og gefur henni innsýn og reynslu í notkun á hinum ýmsu hugvíkkandi efnum. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is eða horfa á hann á Youtube.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda