Mikið testósterón eykur ekki líkur á árangri í lífinu

Testósterónmagn líkamans er mjög breytilegt eftir einstaklingum.
Testósterónmagn líkamans er mjög breytilegt eftir einstaklingum. Ljósmynd/Oliver Sjöström

Samkvæmt nýrri rannsókn frá Bristol-háskólanum í Bretlandi hefur mýtan um að mikið magn karlhormónsins testósteróns sé ein af ástæðum þess að menn nái árangri í lífinu nú loksins verið afsönnuð. Daily Mail greinir frá.

Hins vegar er talið að framleiðsla testósteróns aukist ef menn ná árangri í lífinu. Rannsóknir hafa sýnt að menn sem hafa náð árangri í viðskiptalífinu eða í íþróttum eru með meira magn testósteróns í blóðinu en meðal-Jón. 

„Það hafa margir talið sér trú um að framleiðslumagn testósteróns hafi áhrif á hversu langt viðkomandi nær í lífinu,“ segir doktor Amanda Hughes sem fór fyrir rannsókninni, sem var gerð á vegum læknadeildar Bristol-háskólans. 

Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega þætti og stuðlað að vellíðan og sjálfsöryggi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda