Árni Björn svarar Þorbjörgu

Árni Björn Kristjánsson svarar Þorbjörgu Hafsteinsdóttur.
Árni Björn Kristjánsson svarar Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. Samsett mynd

Afreksíþróttamaðurinn og grænkerinn Árni Björn Kristjánsson var gestur Gunnars og Davíðs í nýjasta þætti Þvottahússins. Árni kom í þáttinn til að svara síðasta gesti þáttarins, Þorbjörgu Hafsteinsdóttur, sem sagðist hafa kynnst fáum í gegnum tíðina sem hefði liðið vel á vegan mataræði. Þá sagði Þorbjörg að skjólstæðingar hennar gegnum árin hefðu þjáðst af vöðvarýrnun og lágri orku. 

Árni Björn er grænkeri og tók ummæli Þorbjargar nærri sér. Árni æfir og keppir í crossfit og segist ekki þjást af vöðvarýrnun eða orkuskorti. Í þættinum ræddi Árni um munninn á að vera jurtaæta eða skilgreina sig sem grænkera. Þessi afstaða sem hægt er að taka sem gerir manneskju að grænkera snýr að mörgu öðru en bara mataræðinu. 

Sjálfur færði Árni sig yfir í vegan lífsstíl eftir að konan hans, sem þá var við nám í næringarfræði í Háskóla Íslands, fór í vettvangsferð í svínabú. Þegar hún kom úr þeirri heimsókn var hún harðákveðin í að borða aldrei aftur dýrakjöt. Stuttu seinna í grillveislu tók Árni bita af steik og fann allt í einu svo greinilega fyrir því sem hann var að tyggja. Hann fann að hann var að tyggja vöðva af lifandi dýri og þar sem fræinu hafði verið sáð tók hann afstöðu á því augnabliki að bragða aldrei kjöt né neinar dýraafurðir framar. 

Í viðtalinu fór Árni yfir matarvenjur sínar, hvað hann borðar á hverjum degi og fæðbótarefni. Hann tekur lítið af fæðubótarefnum nema fyrir og í kringum mót. Hann segist aldrei hafa notað stera en sú spurning brann á einum hlustanda Þvottahússins. Árni fær alla þá næringu sem hann þarf úr mataræðinu einu og sér, jafnvel þótt hann æfi stíft, og lyfti þungt. 

Þáttinn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda