5 súpergóðar hugmyndir að kvöldsnarli

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu.
Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu. Ljósmynd/Saga Sig

„Mörgum finnst gott að fá sér smá snarl á kvöldin eftir kvöldmat og oft og tíðum verður það meira vani heldur en löngun. Það er ekkert að því að borða smá eftir kvöldmat ef maður er virkilega svangur en ef maður er að reyna að halda hitaeiningunum í skefjum þá er gott að að forðast það eins og hægt er,“ segir Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu og eigandi annaeiriks.is. 

Anna deilir með lesendum fimm hugmyndum að hollu kvöldsnarli fyrir þá sem þrá að borða eitthvað smá á kvöldin.

1. Frysta vínber og gæða sér á þeim á kvöldin.

2. Skera melónur í bita en þær eru sætar og góðar og 90% vatn og því hitaeiningasnauðar og slá á sykurþörf.

3. Skera epli í báta og fá sér með smá hnetusmjöri

4. Fá sér fersk ber sem eru algjört nammi.

5. Skera niður grænmeti eins og gulrætur, brokkólí og blómkál og gæða sér á með smá hummus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda