Swing á Íslandi lokaðra en víða

Sigga Dögg kynfræðingur er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu.
Sigga Dögg kynfræðingur er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir kyn­fræðing­ur er gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. Í þættinum fer hún yfir ýmsar hliðar kynlífs á sinn einkennandi hispurslausa hátt.

Gunnar velti fram spurningum um mögulega skaðsemi kláms. Hann tók sem dæmi eigin reynslu á klámneyslu eins og hann sjálfur kallar það. Hvernig hann upplifði að engin hafi tekið þessa umræðu um hvað klám væri og væri ekki með honum þegar hann var yngri, hvernig þessi feluleikur með klám og sjálfsfróun hafi framkallað þennan klofning í kynveru hans. Klofning sem varð til þess að hann sjálfur kaus að stöðva notkun eða neyslu eins og hann kallar það á klámi fyrir um hálfu ári.

Sigga vildi meina að með þeim skilaboðum væri á vissan hátt verið að bæla niður það sem annars gæti virkað sem speglun eða ljós fyrir okkur að dansa í, eins og hún gjarnan tekur til orða. Minntist hún á í því samhengi hvernig aðgengi að klámi sem gæti flokkast sem „fairtrade“ klám sé mögulegt og að hún sé sjálf áskrifandi af mörgum svoleiðis stöðvum eða rásum. Einnig talaði hún um klám þar sem lesnar eru eða leiknar lýsingar af kynlífsathöfnum. Þar hafi hún einmitt fundist að virkilega sé kveikt á kerfinu eins og hún sjálf tók til orða.

Sigga Dögg skilur ekki fordæmingu á klámi. Hún vill meina að viðbrögð séu oft og tíðum eins og við séum að flokka klámið sjálft sem vandamálið þegar það eru í raun stíflur okkar, og þá karlmanna einna helst í kringum spjallið, sem er vandamálið.

Sigga Dögg heldur úti námskeið fyrir foreldra þar sem farið er yfir þau nauðsynlegu samskipti forleldra og barna um kynfæri, ást, mörk og kynhegðun. Námskeiðinu skiptir hún upp í fjóra hluta eftir aldri barns frá núll til átján ára aldurs. Hægt er að nálgast námskeiðin hér. Bræðurnir voru henni alveg sammála um nauðsyn vissrar vitundarvakningar í þessum efnum. Báðir eru þeir lýsandi dæmi um fullorðna karlmenn sem í seinni tíð hafa þurft að ná sér í þetta nauðsynlega uppeldi og fræðslu tengt almennri kynhegðun og verund. Eitthvað sem ef til vill hefði mátt undirbúa mun betur í formi fræðslu og samtala heima fyrir.

Sigga Dögg talaði einnig um eitraða karlmennsku og samskiptaleysi bæði karlmanna á milli sem og samskiptaleysi þeirra innan sambanda. Samskiptaleysi sem svo framkallar áframhaldandi skömm og bælingu í kynlífi. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að aðilar innan sambanda skapi ákveðið rými til að eiga samtal án þess að eiga í hættu að upplifa dómhörku eða höfnun. Að fólki skili á einhvern hátt þessari skömm sem fylgir kynhvötinni og birtingarmynd hennar. 

Swing-menning á Íslandi kom einnig til tals. Sigga Dögg vill meina að swing-senan á Íslandi sé ekki jafn aðgengileg eins og víðs vegar annars staðar. Hér á landi er um lokaða hópa að ræða sem kannski taka á leigu heila hæð á hótelum eða í skipulögðum sumarbústaðarferðum sem þá einungis eru opnar boðsgestum.

Spurð út í hvort öll þessa vinna tengd kynhegðun og kinki sé að smitast út í eigin kynlíf og kynorku segir Sigga að hún aðskilji sig og sitt kynlíf að stærstum hluta frá sinni vinnu. Hún segir að fólk átti sig kannski ekki á að hún er miklu meira prívat en fólk gerir sér grein fyrir. Hún undirstrikar mikilvægi þess að hafa gott og traust bakland, maka sem virðir, greinir og gefur pláss fyrir þroska og þar sé hún ekkert undandskilin. Hún segir orðrétt að hún eigi stærstan hluta af sér sem hún deilir ekki og engin fær.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda