Vann úr áföllum með BDSM

Annalynne McCord.
Annalynne McCord. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska leik­kon­an Anna­Lynne McCord seg­ir að það hafi hjálpað henni mikið að vinna úr fyrri áföll­um að stunda BDSM með þáver­andi kær­asta sín­um Dom­inic Purcell. Eft­ir ára­langa þögn og van­líðan hafi allt breyst með til­komu Purcells í líf henn­ar.

McCord hafði áður sagt frá kyn­ferðisof­beldi sem hún varð fyr­ir. Það var fyr­ir til­vilj­un á viðburði þar sem hún sagði sögu sína uppi á sviði. Í ný­legu viðtali við Marisu Sulli­v­an hjá Giddy sagði hún frá því hvernig hún vann úr áfall­inu.

„Ég var 19 ára þegar ég var mis­notuð kyn­ferðis­lega af vini mín­um sem fékk að gista heima hjá mér. Nak­in. Ég vaknaði og hann var inni í mér, og ég fraus. Lík­ami minn slökkti á sér og ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Síðan kenndi ég sjálfri mér um því ég streitt­ist ekki á móti. Ég reyndi ekki að stoppa hann,“ sagði McCord.

Mörg­um árum seinna var hún enn að fá tauga­áföll og fór í áfallameðferð. „Ég bók­staf­lega leidd­ist út í BDSM því ég fann ekki fyr­ir neinu.“

Sulli­v­an spurði hver hefði brotið ís­inn fyr­ir hana.

„Mjög, mjög stór og sterk­ur maður. Dom­inic Purcell. Þú þekk­ir hann kannski úr Pri­son Break? Hann var að lemja fólk og brjót­ast út úr fang­elsi. Það þurfti stór­an, sterk­an, reiðan Ástr­ala. Ég var kyn­ferðis­lega mis­notuð svo hræðilega, svo ung, að lík­ami minn ákvað að þetta væri ekki ör­ugg til­finn­ing fyr­ir mig. Svo ég fann ekki fyr­ir neinu,“ sagði McCord. 

McCord og Purcell eru hætt sam­an en þau eru enn mjög góðir vin­ir. „Það eru marg­ar ástæður fyr­ir því að hann verður mann­eskj­an mín að ei­lífu. Hann er heima hjá mér núna, við erum ekki sam­an en við erum fjöl­skylda.“

Hún seg­ir að hann hafi ekki leyft henni að kom­ast upp með neitt kjaftæði og þess vegna hafi hún treyst hon­um. Fram að því treysti hún ekki karl­mönn­um eða fólki í karlork­unni. 

McCord og Purcell hófu ástar­sam­band árið 2011 og hættu fyrst sam­an 2014. Þau hafa tekið sam­an og hætt sam­an nokkr­um sinn­um í gegn­um árin.

Dominic Purcell.
Dom­inic Purcell. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda