Dorrit meiddist illa en er nú verkjalaus

Samson er stóra ástin í lífi Dorritar Moussaieff fyrrverandi forsetafrú …
Samson er stóra ástin í lífi Dorritar Moussaieff fyrrverandi forsetafrú Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, segir að líf hennar hafi í raun lítið breyst eftir að eiginmaður hennar Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti sem forseti Íslands árið 2016. Dorrit er stödd hér á landi en hún er stöðugt á flakki um heiminn vinnu sinnar vegna. 

Dorrit er mikill aðdáandi íslensks hugvits, þar á meðal kollagens frá Feel Iceland og EGF húðdropanna frá Bioeffect. Undanfarnar vikur hefur Dorrit tekið inn kollagenið og hefur verið verkjalaus í þrjár vikur. 

„Ég datt illa fyrir um sjö vikum síðan, þegar ég var að ganga í Mosfellsdal og hestastóð stefndi að mér. Elsku hundurinn minn Samson stökk á mig og bjargaði mér frá hestunum. Í fallinu meiddist ég á hné og var mjög verkjuð um tíma,“ segir Dorrit í samtali við Smartland. 

Samson bjargaði Dorrit frá heststóð sem stefndi að henni.
Samson bjargaði Dorrit frá heststóð sem stefndi að henni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fáeinum vikum seinna kynnti vinkona hennar hana fyrir kollageninu frá Feel Iceland og hóf hún að taka það inn með mat og drykk. Eftir um viku af því að setja kollagen í flest allt það sem hún borðaði var hún orðin verkjalaus. 

„Ég vildi að ég hefði byrjað að taka það fyrr. Þetta hefur líka áhrif á aðra verki í líkamanum. Ég meina ég er 71 árs gömul. Ég vakna með litla verki hér og þar. En núna finn ég enga verki. Þetta er algjörlega kraftaverk,“ segir Dorrit.

Dorrit hefur verið á miklu ferðalagi undanfarnar vikur og fór meðal annars til Ítalíu og Sikileyjar. Hún tók ekki heilan dunk af kollageni með sér í ferðalagið og fann fyrir mun þegar hún var ekki að taka það inn.

„Ég tók reyndar einn skammt með mér og lét barþjón blanda það út í ferskju Bellini á Ítalíu. Það var mjög ljúffengt,“ segir Dorrit.

Dorrit vill breiða út fagnaðarerindið um kollagen og hefur meðal annars kynnt móður sína fyrir kollageninu. „Ég er líka búin að kynna móður mína, sem er núna 93 ára og braut nýlega á sér öxlina, fyrir kollageninu. Hún hefur aldrei viljað taka nein verkjalyf við verkjum en eftir um viku á kollageni finnur hún mikinn mun.“

Dorrit hefur verið verkjalaus í þrjár vikur eftir að hún …
Dorrit hefur verið verkjalaus í þrjár vikur eftir að hún byrjaði að taka inn kollagen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vill hefja framleiðslu á geitamjólkur jógúrti á Íslandi

Dorrit blandar kollagen duftinu út í geitamjólkurjógúrt sem hún tekur með sér heim til Íslands frá Bretlandi. Henni finnst þó frekar undarlegt að þurfa að flytja jógúrtið með sér til landsins en hún þolir illa mjólkurvörur úr kúamjólk. „Það ætti að hefja framleiðslu á sauðamjólkurvörum hér á Íslandi, hér er nóg af kindum. Það er algjör vitleysa að flytja þetta heim með mér frá Bretlandi þegar ég sé kindur út um gluggann hjá mér,“ segir Dorrit. 

Þá hrærir hún kollagen duftinu saman við kaffið, jógúrtið og hvað eina sem henni dettur í hug. Nýverið prófaði hún að taka kollagenið í hylkjaformi og sér fram á að það muni koma sér vel í framtíðinni. 

Dorrit og Ólafur Ragnar létu klóna Samson eftir forsetahundinum Sámi.
Dorrit og Ólafur Ragnar létu klóna Samson eftir forsetahundinum Sámi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samson ferðast um allan heim

Hundurinn Samson, sem þau Ólafur létu klóna eftir hundinum Sámi, er stóra ástin í lífi Dorritar og ferðast með henni um allan heim. Þau eru hér heima á Íslandi um þessar og segir Dorrit að þau Samson séu eins, hér finnist þeim best að vera. „Samson hefur ferðast frá því að hann var bara hvolpur. Það erfiðasta við ferðalögin er að hann þarf að vera í tveggja vikna einangrun þegar hann kemur til landsins,“ segir Dorrit. 

Dorrit segir Samson vera ótrúlega líkan forvera sínum Sámi og að þarna sé klárt mál að genin spili stærsta hlutverkið. 

Dorrit er frumkvöðull í eðli sínu og eftir stutt spjall um Samson fer Dorrit að ræða hugmyndir sínar um að gefa hundum kollagen.

„Það eru svo mörg dýr sem fá verki í liðina og beinin þegar þau eldast. Ég er heppin að ég á ungan hund, en nokkrir vina minna eiga eldri hunda. Þeir ætla að prófa að gefa þeim kollagen. Við gætum sparað formúgur hjá dýralæknum,“ segir Dorrit.

Smartland
Smartland mbl.is/Kristinn Magnússon

Mörg tækifæri fyrir Ísland erlendis

Spurð hvort líf hennar hafi breyst mikið eftir að Ólafur Ragnar hafi látið af embætti forseta segir Dorrit svo ekki vera. Líf Ólafs hafi breyst mikið, en ekki hennar líf. „Ég hef ekki mikið að segja um það. Ekkert breyttist hjá mér í rauninni. En það breyttist mikið fyrir hann. Hann er mjög upptekinn, eiginlega enn uppteknari en áður. Þetta er eitthvað sem hann verður að segja þér, ég veit ekkert hvað hann er að gera. Eða ég veit frekar lítið hvað hann er að gera,“ segir Dorrit. 

Dorrit sjálf hefur einbeitt sér að heilbrigðisgeiranum og segir mörg tækifæri í þeim bransa á Íslandi. 

„Ísland á tvær kraftaverkavörur, EGF droparnir og kollagen. Þangað til núna hélt ég að það væri bara ein vara, EGF droparnir. Ég get ekki notað neitt annað, og allar vinkonur mínar nota það líka. Ég er búin að fá mörg símtöl um dropana frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Ég er núna að reyna að koma þeim að í uppáhaldsverslunum mínum í Bandaríkjunum,“ segir Dorrit.

Dorrit og Samson ferðast saman um heiminn.
Dorrit og Samson ferðast saman um heiminn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda