Hvað er að vera heill?

Upp er runninn næstsíðasti dagur áskorunarinnar og hann snýst um heilsuna.

„Ég spyr skjólstæðinga mína mjög gjarnan að því hvað sé heilsa fyrir þeim og fæ mismunandi útgáfur, eðlilega. En spyr svo alltaf í framhaldi hvað sé að vera heill, hvað heilindi séu og hvað sé heilt og opið hjarta. Það er á þessum nótum sem ég hvet ykkur öll til að huga að heilsunni, vera heil,“ segir Guðni Gunnarsson. 

Hann segir að heilsa okkar og heilbrigði sé í raun hugarfar og/eða hjartafar, að líkami okkar sé eins og garður og við garðyrkjumennirnir því það séu bara við sem getum hlúið að okkar eigin garði, okkar heilsu.

„Ef við höldum áfram með samlíkinguna um líkamann og garðinn, þá skiljum við að við uppskerum eins og við sáum, að líkur sækir líkan heim. Þannig vill líkaminn ást, alúð, umhyggju og virðingu en ekki ofbeldi, andúð, viðnám og höfnun. Þetta er okkar vinna, okkar uppskera,“ segir hann. 

Veitum athygli hugsunum okkar til líkamans og breytum þessu viðhorfi úr viðnámi í blessun. Það er ekkert eins dýrmætt og heilsan, líkaminn og lífið. Njótið heilsunnar vel!

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda