Hættu að spá í fortíðinni

Linda Pétursdóttir lífsþjálfi hjálpar konum við að léttast.
Linda Pétursdóttir lífsþjálfi hjálpar konum við að léttast. mb.is/

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er vin­sælt um þess­ar mund­ir og fór fer­tug­asti og sjötti þátt­ur þess í loftið í vik­unni. Í þætt­in­um er fjallað um markmiðasetningu og um spurninguna hvar við ætlum að vera eftir eitt ár í lífinu okkar?

„Mikilvægi lífsþjálfunar er að mörgu leiti vegna þess að við fókuserum á framtíðina en ekki fortíðina. Árangur okkar í fortíðinni þarf ekki að vera á pari við árangur okkar í framtíðinni. Við þurfum því að læra að skilgreina okkur eftir framtíðinni en ekki fortíðinni og spyrja okkur: Hver viljum við vera ár héðan í frá?“  

Fortíðin er hvergi til nema í huga okkar

Linda segir okkur stundum trúa um of okkar eigin sögum.

„Það sem við segjum sjálf okkur, svo djúpt og innilega, eru sögur sem við höldum að séu sannar, en þær eru það ekki. Við ætlum ekki að einblína á fortíðina því hún er í raun og veru hvergi til nema í huga okkar.

Það sem við erum að hugsa, skapar líf okkar í dag. Byrjaðu á því að einblína á hugsanir þínar. Þú ákveður hvað þú hugsar um og hugsanirnar skapa niðurstöðuna í lífinu.“ 

Fókusinn á framtíðina

Eitt helsta vandamálið sem Linda tekur eftir hjá þeim konum sem sækja námskeið hjá henni er að þær eru með hugann við fortíðina.

„Þær treysta á fyrri árangur sinn þegar kemur að því að létta sig þó svo að hann hafi aldrei enst. Þær hugsa um líkamsþyngd sína út frá því hversu léttar þær voru á einhverjum tímapunkti í fortíðinni.  Þannig skilgreinum við okkur eftir því sem við höfum áður gert. En það er ekki sú leið sem við viljum fara,“ segir hún. 

Það er til betri lausn

Markmið Lindu er að kenna konunum að skilgreina sig eftir þeirri framtíð sem þær vilja eiga. Spurningar sem hún spyr eru:

  • Hvað viltu vera þung?
  • Í hvaða stærð viltu vera?
  • Hvernig viltu að hugsanir þínar og líðan varðandi mat séu?
  • Hvernig viltu að hugsanir þínar og líðan varðandi líkamann þinn séu?
  • Hverju þarftu að breyta til að verða sú manneskja?
  • Geturðu skuldbundið þig til að gera þær breytingar?

„Þegar konur eru orðnar færar um að gera þetta skapa þær breytingar sem þær vilja gera til að geta orðið sú manneskja sem þær helst vilja vera.“

Linda mælir með að konur ræði við framtíðarútgáfuna af sér sem lifir því lífi sem þær eiga skilið að lifa. 

„Tengstu eigin visku, því þar liggur svarið þitt,“ segir hún. 

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda