Breytti um stefnu eftir alvarlegt snjóbrettaslys

Einar Carl Axelson á leik ásamt syni sínum. Hann er …
Einar Carl Axelson á leik ásamt syni sínum. Hann er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu.

Einar Carl Axelson, fyrrverandi landsliðsmaður Taekwondo, lenti í alvarlegu snjóbrettaslysi í frönsku ölpunum fyrir allmörgum árum. Í kjölfarið fann hann sig knúinn til að leita á ný mið vegna meiðsla sem hann hlaut. Einar sem er einn af stofnendum Primal Iceland er gestur bræðranna Gunnar og Davíðs Wiium í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsinu. 

Einar lærði að verða nuddari sem varð til þess að hann stofnaði síðan Primal Iceland en þar fer fram allsherjar líkamsgreining út frá reynslu og ríku innsæi hvað varðar líkamsstöðu, öndun og hreyfingu. „Ég tók nuddarann, fékk rosa mikið nudd í nuddskólanum, rosa gaman. En það lagaði ekki neitt því í grunninn breytir það því ekki hvernig þú hreyfir þig sem er grunnurinn á vandamálinu sem nuddið á laga,“ segir Einar.

Einar fór að taka eftir hinum ýmsu merkjum í líkamsstöðu þeirra sem leituðu til hans í nudd. Með það að leiðarljósi fór hann að lesa í líkamann og fyrir vikið meðhöndla uppsprettu þeirra verkja sem skjólstæðingar leituðust eftir að lina í stað þess að aðeins draga úr einkennum um stundarsakir.

„Við gerum bara tvær léttar æfingar og verkurinn er bara horfinn og ég snerti aldrei á þér bakið af því að bakið er ekki vandamálið, orsökin kemur annars staðar frá sem er hreyfiferillinn,“ segir Einar þegar hann lýsir orsakasamhengi rangrar líkamshreyfingar og stöðu á stoðkerfið.

Einar segir skemmtilegt og krefjandi að standa á höndum.
Einar segir skemmtilegt og krefjandi að standa á höndum.

Í viðtalinu fór Einar yfir hvernig fólk skortir að virkja bardagahaminn (e. fight mode) með oft og tíðum grafalvarlegum afleiðingum. Þegar bardagahamurinn er af skornum skammti skreppum við saman á hinum ýmsu stöðum, stirðnum upp með margvíslegum afleiðingum. Þessi spenna hefur meðal annars áhrif á öndun, blóðflæði, súrefnisupptöku, svefn, lund og líðan. Með skertum bardagaham bælir fólk niður þau öfl sem annars leita út á röngum sviðum með oft og tíðum slæmum afleiðingu, þar ber að nefna kvíða, þunglyndi og reiði. Einar vill meina að með því að stækka „fight mode-ið“ stuðla einstaklingar að jafnvægi í tauga- og hormónakerfi sem svo oft fer úr skorðum undir miklu álagi í lífi og starfi. Í þessu samhengi barst talið að kulnun í starfi sem Einar vill meina að ekki sé til nema þá bara sem afleiðing þess að kulna bara almennt.

Einar var spurður að því hvort þeir í Primal Iceland væru að vinna beint með áföll eins og kannski sálfræðingar gera í meðferð við kulnun meðal annars. „Nei en ef ég er búinn að greina grunnþættina þína sem er öndun og hreyfiferlarnir þínir og við byrjum að laga þessa tvo hluti. Svo förum við að skynja hvar þú ert á þessum taugafræðiskala. Ertu í bardagaham, fastur í pirring og reiði. Ertu í flóttaviðbragði og fastur í kvíða og ótta eða ertu í kulnunarástandi sem er þetta „freezemode“ sem í raun bara lokastigið þar sem líkaminn slekkur bara á þér.“ Út frá þessari greiningu er gerð aðgerðaráætlun sem snýr að því að gera prógramm fyrir skjólstæðinginn segir Einar.

Einar segir að aðstæður fólks og áföll geta mótað og fylgt fólki í áratugi þó svo um einungis sé um einn atburð að ræða eins og umferðarslys eða áfall svo eitthvað sé nefnt. Þessari líðan innra með fólks sem takmarkar það er hægt að breyta með viðeigandi æfingum. Í því samhengi nefnir hann göngu- og styrktaræfingar með sandpokum undir eftirliti og leiðsögn þjálfara sem les í líkamsstöðu einstaklings. Með reynslu og innsæi hjálpar þjálfarinn svo skjólstæðingnum að byggja um þol gegn því viðnámi sem lífið veitir fólki á svo mörgun sviðum. „Við sjáum það að nánast allir í streitu eru með sömu fylgikvillana, stoðkerfisvandamál af einhverju tagi,“ segir Einar.

Í Primal Iceland er boðið upp á hin ýmsu námskeið, meðal annars eru námskeiðin Sigrum streituna og handstöðunámskeiðin afar vinsæl. Einar fór einnig yfir hvernig æfingar tengdar handstöðum stuðla að aukinni þrautseigju enda það að geta staðið á höndum eitthvað sem getur tekið langan tíma og margar misheppnaðar tilraunir fyrir marga. Þá gildir bara að halda áfram og ekki gleyma að handstöður eru einnig bara til þess að finna leikinn í sér sem fullorðna fólkið gleymir oft í amstri hversdagsins. „Nú af því að það er geggjað og hver vill ekki getað staðið á annarri hendi,“ segir Einar þegar hann er spurður af hverju fólk ætti að standa á höndum. 

Hjónin Einar Carl og Íris Huld sem halda saman úti …
Hjónin Einar Carl og Íris Huld sem halda saman úti námskeiðinu Sigrum streituna.

Einar er með framtíðarsýn hvað varðar skólakerfið. Hann vill vinna með skólakerfinu og koma að þeim uppbyggjandi aðferðum sem hann og félagar hans í Primal Iceland hafa byggt upp. Hann telur að þau áhrif sem hægt er að hafa á börnin í dagtímanum geti svo smitað heim á kvöldverðarborðið og fyrir vikið átt þátt í að stuðla að vitundarvakningu foreldrana.

Hægt er að nálgast þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda