Fannst hún of feit eftir ofát í kófinu

Jennifer Coolidge ætlaði að hafna hlutverki vegna þess að hún …
Jennifer Coolidge ætlaði að hafna hlutverki vegna þess að hún hafði þyngst um nokkur kíló. AFP

Hollywood-stjarnan Jennifer Coolidge hafnaði næstum því hlutverki í þáttunum White Lotus vegna þess að henni fannst hún of þung fyrir hlutverkið. Coolidge þyngdist mikið í byrjun heimsfaraldursins og var sannfærð um að mannkynið væri að fara deyja út. 

„Ég vildi bara ekki vera fyrir framan myndavél svona feit vegna ofátsins í kófinu,“ sagði hin sextuga Hollywood-stjarna í viðtali á vef Page Six á Gotham-verðlaunahátíðinni. Leikkonan var tilnefnd til verðlauna fyrir hlutverk sitt í þáttunum, hlutverk sem hún var næstum því búin að hafna. 

„Ég hélt að við værum öll að fara að deyja, ég hélt það í alvörunni. Svo ég bara borðaði mig sjálfa til dauða. Vegan pizzur, stundum fimm eða sex á dag,“ sagði Coolidge sem telur sig hafa þyngst um 13 til 18 kíló í heimsfaraldrinum. 

Þegar Legally Blonde-leikkonan var tilbúin með heimatilbúna sögu þegar höfundur þáttanna sannfærði hana um að vera með. „Ég er feit núna,“ sagði hún vini sínum og sagðist ætla hafna hlutverkinu. „Þessi tækifæri koma ekki á hverju strái hálfvitinn þinn,“ sagði vinur hennar þá. Leikkonan er mjög þakklát fyrir þennan vin og segir algengt að leikarar eyðileggi fyrir sjálfum sér þrátt fyrir að þrá stór tækifæri. 

„Ég var alltaf frekar þybbin hvort sem er svo hvað eru 18 kíló til viðbótar,“ sagði Coolidge. „Þetta er allt í höfðinu á okkur.“

Hér fyrir neðan má sjá Coolidge í hlutverki sínu í þáttunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda