5 ráð til að klúðra ekki jólunum

Linda vill vera í góðu formi og líta vel út. …
Linda vill vera í góðu formi og líta vel út. Það gerir hún með því að fara í daglega göngutúra með hundana sína og svo fer hún einnig daglega í sauna. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Linda Pét­urs­dótt­ir fyrr­um Ung­frú heim­ur held­ur úti hlaðvarp­inu, Lífið með Lindu Pé. Í nýj­asta þætt­in­um talar hún um klúður þegar kemur að mataræði fólks í kringum jólin. 

„Hátíðirnar þurfa ekki að vera klúður þegar kemur að mataræðinu, ef þú bara ákveður að þær verði það ekki. Jólaátið er knúið áfram af allt of miklum fókus á nokkrar máltíðir. Ertu vön að fara inn í jólafríið og vona bara það besta frekar en að skipuleggja það besta? Í þessum þætti gef ég þér nokkur ráð, brögð og brellur sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar þú skipuleggur mataræðið yfir hátíðirnar,“ segir Linda og bendir fólki á að hlusta á hennar fyrsta hlaðvarpsþátt. 

„Ef þú eyðir fríinu þínu í að gefa skít í þetta allt þá tekurðu það hugarfar inn í nýja árið. Hér eru 5 ráð, brögð og brellur sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar þú skipuleggur mataræðið yfir hátíðirnar,“ segir hún. 

Einu sinni á diskinn og engin ábót

Raðaðu öllu því sem þig langar í á diskinn og ákveddu að láta það duga. Með því sendirðu heilanum skilaboð um að þú getir alltaf fengið þér það sem þig langar í. Ekki moka öllu saman í einn hrauk á diskinn; hafðu smá pláss á milli fæðutegunda, svo það sjáist í diskinn.

Borðaðu bara af diskum

Taktu ákvörðun um að borða ekki upp úr pokum, pottum eða af bökkum. Það sem þú ætlar að fá þér seturðu á disk svo þú hafir yfirsýn yfir það sem þú borðar.

Skildu eftir bita Taktu ákvörðun um að skilja að minnsta kosti tvo bita eftir við hverja máltíð yfir hátíðirnar.

Passaðu upp á að drekka nóg Drekktu vatn áður en þú sest til borðs. Það hjálpar þér að átta þig betur á því hversu svöng þú ert og hvenær þú ert orðin mett. Drekktu 2 lítra af vatni á dag.

Einbeittu þér að mikilvægu atriðunum

Þegar þú borðar skaltu hugsa um fólkið sem þú ert með og hvað það er við hátíðirnar sem gleður þig. Sú upplifun er oftast mun mikilvægari en maturinn.

Þú getur hlustað á nýjasta hlaðvarpsþátt Lindu Pé á hlaðvarpsvef mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda