Þurfti að finna nýjan tilgang eftir sáran missi

Arnór Sveinson var gestur bræðranna Davíðs og Gunnars Wiium í …
Arnór Sveinson var gestur bræðranna Davíðs og Gunnars Wiium í Þvottahúsinu.

Arnór Sveinsson, kennari hjá Primal Iceland, þurfti að finna nýjan tilgang í lífinu eftir að hann missti frænda sinn og vinnufélaga til margra ára í slysi í árshátíðarferð í Riga í Lettlandi. Arnór hafði unnið á sjó í ellefu ár en eftir slysið ákvað hann að hætta á sjónum og fara að vinna í landi. Arnór var gestur bræðranna Gunnars og Davíðs Wiium í hlaðvarpinu Þvottahúsið.

Arnór er alinn upp á Álftanesi og milli þess sem hann fór túra á togaranum hékk hann heima hjá sér, reykti gras og djammaði. Um borð í togaranum upplifði hann erfitt andrúmsloft sem einkenndist af harðri karlmennsku. Hann segist þó hafa fundið fyrir miklu bræðralagi um borð og að það hafi verið það sem hann sóttist í á þeim tíma. 

„Það er það sem heillar oft þá sem eru á sjónum, þú ert partur af einhverju „tribe-i“,“ sagði Arnór. 

Hann segir að í dag sé mikil þörf á einskonar námskeiðum þar sem heil karlmennska sé rædd manna á milli. Hann segir að með því að stunda andlega þjálfun geti karlmenn náð að virkja mjúka eðli sem margir myndu skilgreina sem hið kvenlega. 

„Þegar þú ferð að rækta sjálfan þig þá finnur þú út hvað er rétt og þá er bara ekkert rými fyrir „bullshittið“.“

Í leit að tilgangi

Þegar Arnór hætti á sjónum var hann með það að leiðarljósi að finna tilgang í lífi sínu. Leitin leiddi hann til Taíland þar sem hann kynntistmunk sem kenndi honum nútvitundarhugleiðslu. Þegar hann kom heim til Íslands kláraði hann jógakennaranám ásamt því að hann lærði Wim hof kælingaraðferð. 

Á Wim hof námskeiðinu lærði Arnór margt sem nýtist honum í dag. Í lokaverkefninu þurfti hópurinn að ganga á stuttbuxum á fjall um hávetur í Póllandi. Við þessar aðstæður fann hann fyrir flæðinu. Hann vissi að hann myndi lifa af þrátt fyrir brjálað veður, kulda og lítið skyggni. 

„Reyndar hugsaði ég, fokk ég gæti dáið hérna, sem kveikti á einhverju djúpt í eðli mínu sem gaf mér skýran fókus, þó ég hafi verið í lífshættu. Ég held ég hafi aldrei fundið fyrir jafn mikilli vitund og þarna.“

Í dag stundar Arnór kuldaböð, jóga, hugleiðslu og gongheilun samhliða því sem hann fer í kakóathafnir. Hann segir það mikilvægasta í allri þessari iðkun að vera með markmið. Hann segir málið ekki endilega snúast um athafnirnar sem slíkar heldur að hvaða markmiði manneskjan sem stundar þær er að vinna. 

Tekur sveppi í smáskömmtum

Arnór segir að þegar kemur að neyslu Psilosobin sveppa, ofskynjunarsveppa, þá sé tilgangurinn einnig mikilvægur. Sjálfur hefur hann farið í svökölluð ferðalög á sveppum og einnig tekið þá í smáskömmtum með góðum árangri að eigin sögn. Hann segir að þegar rétt sé staðið að neyslu ofskynjunarsveppa sé afleiðingin léttari lund, úrvinnsla áfalla og meiri núvitund. 

„Þú dregst meira inn í núið, hugsanirnar eru ekki að angra þig eins mikið,“ segir Arnór og bætir við að hugmyndaflugið og ímyndunaraflið fái meira rými í kjölfarið. 

Þáttinn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda