Jólagjöf Landspítala veglegri í ár

Starfsmenn Landspítala geta valið á milli sex gjafabréfa í ár, …
Starfsmenn Landspítala geta valið á milli sex gjafabréfa í ár, eða að gefa Mæðrastyrksnefnd gjöfina sína. Samsett mynd

Starfs­menn Land­spít­ala gætu fengið val­kvíða þegar þeir velja sér jóla­gjöf í ár, en alls hafa starfs­menn­irn­ir úr sex gjafa­bréf­um að velja. Þá geta þeir einnig valið að gefa upp­hæðina til Mæðra­styrksnefnd­ar. Jóla­gjafa­nefnd Land­spít­ala sendi starfs­mönn­um sín­um gjöf­ina í tölvu­pósti í gær.

Jóla­gjaf­ir Land­spít­ala til starfs­fólks vöktu mikla at­hygli á síðasta ári en þá var um að ræða 7.000 króna gjafa­bréf í skó­búðinni Skechers og súkkulaði frá Omnom. Þótti mörg­um lítið til jóla­gjaf­ar­inn­ar koma sem Land­spít­al­inn sendi starfs­fólki sínu, sem staðið hef­ur í fram­lín­unni í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. 

Í ár geta starfs­menn valið um 14.000 króna gjafa­bréf hjá Sky Lagoon, 12.000 krón­ur hjá Best­sell­er, 9.000 krón­ur hjá Sæl­kera­búðinni, 12.000 hjá Cinta­mani, 12.475 krón­ur hjá FlyO­ver Ice­land eða 14.990 krón­ur hjá Zipline  Ævin­týri í Vík í Mýr­dal. Þá geta þeir einnig valið að gefa Mæðra­styrksnefnd gjöf­ina sína, 7.000 krón­ur. 

Starfs­menn Land­spít­ala eru að sögn Gunn­ars Ágústs Bein­teins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra mannauðsskrif­stofu Land­spít­ala, mjög ánægðir með gjöf­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda