„Flest okkar fara inn í jólafríið og vona bara það besta frekar en að skipuleggja það besta. Markmið mitt er að hjálpa þér að skapa þá reynslu sem þú sækist eftir þrátt fyrir upplifanir fortíðar. Það er auðvelt að gera ráð fyrir því að öll ár verði eins. Jæja, þetta ár verður öðruvísi og ég er að kenna þér hvernig vegna þess að þú ætlar að vera öðruvísi í sömu gömlu aðstæðunum,“ segir Linda Pétursdóttir í sínu nýjasta hlaðvarpi.
„Ástæða þess að þú eyðileggur fyrir þér yfir hátíðirnar er einfaldlega þessi: Þú heldur að jólin séu öðruvísi. Þau séu erfiðari. Þú getir bara ekki lést yfir jólin. Þetta eru hugsanir og setningar í heilanum sem láta þér líða illa. Jólin eru ekki að gera þér neitt. Þau eru bara dagar sem innihalda mat og fólk sem kemur og fer. Hvernig þú hugsar um jólin verður að breytast ef þú vilt upplifa þau öðruvísi.
Ef þér er mikið í mun að gera öðrum til geðs eða ert fullkomnunarsinni skaltu hlusta vel. Jólin eru fullkomnar aðstæður, og risastór kveikja fyrir ofát. Þú ert umkringd mat á sama tíma árs og óöryggi þitt fer á hvínandi flug. Þú hefur líklega eytt mörgum árum í að fara í gegnum hátíðirnar á fullu kaupi við að reyna að tryggja að allir aðrir séu ánægðir en sleppt því sem þú vilt. Eina leiðin til að láta þér líða betur hefur verið að borða og nú færðu öll tækifærin og afsakanirnar upp í hendurnar,“ segir hún.
Spyrðu sjálfa þig „hvernig vil ég að mér líðir 1. janúar?“
„Þú ákveður í dag hvernig þú vilt að þér líði 1. janúar og vinnur svo meðvitað að þeirri tilfinningu og þeim hugsunum sem framkalla þá tilfinningu. Hugsanir okkar skapa tilfinningar okkar og þaðan koma svo gjörðir okkar. Þú vilt taka ákvörðun fyrirfram, út frá framtíðinni en ekki byggja nýja framtíðarsýn á fortíðinni. Þá býrðu bara til meira af því sama, aftur og aftur. Það er kominn tími til að æfa nýja útgáfu af sjálfri þér í gegnum hátíðirnar.
Sjáðu til, jólin eru ekkert öðruvísi en aðrir dagar. Þú ert bara að hugsa um að þau séu það.
Ef þú sinnir grunnreglunum fjórum og æfir nýja hugarfarið get ég sagt þér að þú tekur þann ávinning með þér yfir á fyrsta janúar. Ef þú eyðir fríinu þínu í fresta sjálfri þér enn eina ferðina, þá tekurðu það hugarfar með þér inn í nýja árið. Í ár eru hátíðirnar á þínu valdi. Treystu því að þú vitir hvað þú átt að gera. Nú skaltu hefjast handa við að skipuleggja og skapa þá upplifun sem þú vilt,“ segir Linda og óskar lesendum gleðilegra jóla.
Þú getur hlustað á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.