Hvernig losnar þú við 4 kíló á einum mánuði?

Linda Pétursdóttir heldur úti hlaðvarpinu, Lífið með Lindu Pé.
Linda Pétursdóttir heldur úti hlaðvarpinu, Lífið með Lindu Pé.

Linda Pétursdóttir heldur úti hlaðvarpinu, Lífið með Lindu Pé. Hún segir að nýtt ár bjóði upp á fjölmörg tækifæri. Í tilefni af því ætlar hún að vera með nýjan hlaðvarpsþátt á hverjum degi en markmiðið er að lesendur geti losað sig við 4 kíló í janúar. 

„Á hverjum virkum degi í þessari fyrstu viku ársins set ég í loftið einn þátt á dag og kenni þér hvernig þú ferð niður um 4 kíló á fyrsta mánuði ársins,“ segir Linda og bætir við: 

„Ég er með verkfærin og tólin og þú þarft að gera vinnuna. En nú ætlum við að gera þetta á frekar auðveldan hátt. Þú lærir þennan mánuð að fara hratt af stað. Ég ætla að fara ofan í hugtökin og aðferðafræðina sem ég kenni. Mig langar að bjóða þér að taka þátt í þessu námskeiði í podcastinu fyrstu viku janúar og setja þér markmið um að ná af þér 4 kílóum í janúar. Hvernig hljómar það?“

Linda ætlar að veita fólki innsýn inn í sitt mataræði. 

„Ennfremur að ég treysti ekki á viljastyrk heldur hlusta ég og fylgist með hvað er að gerast í mínum eigin líkama og síðast en ekki síst hvað ég er að hugsa. Þetta gerist nefnilega allt í heilanum á okkur. Þetta muntu allt læra hjá mér. Grenningarferlið verður ekki alltaf þægilegt. Það á ekki að vera það. Ég kenni þér hvernig þú lærir að upplifa tilfinningar þínar í stað þess að borða yfir þær og af hverju þú ert að flækja þetta allt of mikið. Þú lærir að taka vel á móti þeim óþægindum sem fylgja því að gera breytingar á lífsstílnum,“ segir hún. 

Fasta með hléum.

„Ég mæli með föstu með hléum. Það þýðir í raun að þú lengir tímann á milli þess sem þú borðar síðustu máltíð kvöldsins og til þeirrar fyrstu daginn eftir. Ég sjálf borða fyrstu máltíð dagsins um hádegi og þá seinni um kvöldmat og ekki seinna en klukkan 20. Ég gef mér því matarglugga frá hádegi fram að kvölmat sem er sá tími sem ég borða. Þegar við sleppum morgunmat og lengjum tímann þar til við borðum þá fer líkaminn inn á við og vinnur á fituforðanum. Og það viljum við að hann geri til þess að grennast. Ef það hentar þér betur að byrja rólega þá geturðu haldið inni morgunmatnum til að byrja með og svo lengir þú tímann smá saman, bíður aðeins lengur með að borða morgunmatinn þangað til að þú hefur vanist þessu. Gott ráð fyrir byrjendur er að fresta morgunmatnum um 15 mínútur hvern dag.“

2 máltíðir á dag og út með hveiti og sykur.

„Ég mæli með að þú haldir þig við tvær máltíðir á dag, sleppir öllum millibitum og takir alveg út hveiti og sykur þennan mánuð. Þetta eru tillögur mínar en það verður hver og ein að taka ákvörðun fyrir sig. Þetta er leið sem virkar mjög vel. Ef þú tileinkar þér þetta þá máttu gera ráð fyrir fráhvarfseinkennum fyrstu dagana og þetta verður erfitt til að byrja með.

Eftir nokkra daga verður blóðsykurinn búinn að aðlagast og þú verður ekki eins svöng og þú verður til að byrja með. Það er eðlilegt að allar tilfinningarnar komi upp en leyfðu því bara að gerast án þess að svara þeim með mat- og áfram gakk!“ 

Ekki megrunarkúr

„Ef þú ferð af stað með það í huga að þetta sé megrunarkúr og það sé allt eða ekkert þá vil ég bjóða þér að gera það ekki. Megrunarkúrar eru tímabundnir en ég kenni þér langtímalausn, svo þú þurfir ekki aftur í megrunarkúr. Það er gott að muna að við munum fara út af sporinu og það er allt í lagi, þannig er lífið. Við trúum ekki á allt eða ekkert í þessu, að falla eða eitthað þess háttar. Gerum heldur ráð fyrir því og notum það ekki til þess að fara í sjálfsniðurrif. Það er bannað,“ segir Linda. 

Lífið með Lindu Pé á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál