Ofurfyrirsæta hætti að drekka

Bella Hadid er hætt að drekka.
Bella Hadid er hætt að drekka. AFP

Ein eftirsóttasta fyrirsæta í heimi í dag, Bella Hadid, setti tappann í flöskuna fyrir hálfu ári. Hadid segir að hún hafi átt erfitt með að stjórna áfengisneyslu sinni. Hún segir ekki þess virði að líða illa andlega eftir nokkur vínglös. 

Hadid segir í viðtali á vef Instyle að hún hafi drukkið nóg í gegnum tíðina. „Ég elskaði áfengi og staðan var orðin þannig að ég var byrjuð, þú veist, að hætta við að fara út vegna þess að mér leið eins og ég gæti ekki haft stjórn á mér,“ sagði Hadid. Eftir að fyrirsætan fór í rannsóknir á heila sá hún svart á hvítu hvaða áhrif áfengi hefur á heilann og þá varð töluvert auðveldara að hætta að drekka. 

Hadid sér ekki fyrir sér að byrja að drekka aftur. 

„Ég finn ekki þörfina af því að ég veit hvernig mér líður klukkan þrjú um nótt þegar ég vakna með hræðilegan kvíða yfir einhverju sem ég sagði fyrir fimm árum þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla,“ sagði Hadid. Hún segir andleg áhrif þess að drekka nokkur glös ekki vera þess virði. 

Bella Hadid er ein þekktasta fyrirsæta í heimi í dag.
Bella Hadid er ein þekktasta fyrirsæta í heimi í dag. AFP

Fyrirsætan hefur áður opnað sig um andlega erfiðleika frá unglingsaldri. Kvíðaröskunin sem hún glímir við getur aftrað henni í leik og starfi. Hún finnur stundum fyrir kvíða þegar hún klæðir sig og þarf að koma sér út úr húsi en líka í vinnunni. „Ég vil að þið vitið að þó að allt líti út fyr­ir að vera full­komið á In­sta­gram þá erum við öll bara mann­eskj­ur að fást við sömu hlutina,“ sagði stjarnan nýlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda