„Mataræði mitt er alls ekki fullkomið“

Ágústa Johnson fór í ástandsmælingu hjá Greenfit og í kjölfarið …
Ágústa Johnson fór í ástandsmælingu hjá Greenfit og í kjölfarið kom í ljós að blóðsykurinn var ekki alveg í toppformi. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Í hugum landsmanna er Ágústa Johanson framkvæmdastjóri Hreyfingar ein hraustasta manneskja landsins. Hún hefur hún kennt fólki leikfimi í þrjá áratugi og hefur mikla þekkingu á heilsusviðinu. Fyrir tveimur árum fór hún í blóðmælingu hjá Greenfit en þar kom í ljós að blóðsykurinn var ekki í toppformi. Það var henni ekki að skapi og þegar hún fór að skoða mataræði sitt betur kom í ljós að of mikið nart yfir daginn, jafnvel þótt það væri í ávexti og almenna hollustu þá truflaði það blóðsykurinn. Í framhaldinu fór hún að skoða betur áhrif mataræðis á blóðsykur og komst að ýmsu áhugaverðu. 

„Ég fór í ástandsmælingu hjá Greenfit og fékk niðurstöðu úr blóðmælingu að fastandi blóðsykur var ekki alveg í topp standi. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af en ég hef alltaf haft metnað fyrir að gera allt sem ég get til að hafa heilsuna í topp standi svo ég var ekki sátt og vildi gera það sem ég gat til að komast þangað,“ segir Ágústa. 

Í gegnum tíðina hefur Ágústa prófað nánast allt í gegnum tíðina sem tengist heilsunni og hefur verið hreystið uppmálað. Það kemur því svolítið að óvart að blóðsykurinn hafi verið of hár. Getur þú útskýrt það nánar? 

„Mataræði mitt er alls ekki fullkomið. Ég er mannleg eins og allir aðrir en vissulega er áhugamál mitt heilbrigt líferni og hef ég gert mitt besta til að lifa samkvæmt því.  

Ég hef þó alltaf verið nartari og hef átt það til að vera stingandi upp í mig molum oft og iðulega yfir daginn og þó að það hafi að mestu verið næringarríkt fæði eins og ferskir og þurrkaðir ávextir, brauð, skyr og þar fram eftir götunum þá komst ég að því að slíkt hefur ekki haft góð áhrif á minn blóðsykur og það kom mér mjög á óvart,“ segir Ágústa. 

Í framhaldinu prófað hún Veri sílesandi blóðsykurmæli til að átta sig betur á því hvað truflaði blóðsykurinn mest. Þegar hún er spurð að því hvað hafi komið henni mest á óvart þegar hún prófað blóðsykurmælinn þá segir hún að það hafi verið hvað sykurinn hafði mikil áhrif. 

„Ég heyrði af því að komnir væru á markað blóðsykursmælar ætlaðir fyrir almenning og þeim fylgdi app fyrir símann og hægt væri að sjá hvaða áhrif hinar ýmsu fæðutegundir hafa á blóðsykurinn. Þessir mælar eru nýjung á markaðnum og ætlaðir öllum sem áhuga hafa á að bæta eigin heilsu. Ég pantaði mér mæli og lærði mikið af því. Ég sá að blóðsykurinn hækkaði mikið við neyslu ákveðinna fæðutegunda sem ég var vön að borða, og var lengi að fara niður í eðlilegt ástand.

Á þessum tveimur vikum sem ég var með mælinn sá ég í appinu áhrif hinna ýmsu fæðutegunda á blóðsykurinn hjá mér sem varð til þess að ég gerði breytingar sem hafa skilað betri niðurstöðum í blóðmælingu hjá mér. Til dæmis reyndi ég að takmarka nartið, borða ekki á milli mála, hætta neyslu á sykri og minnka verulega hveiti í fæðunni.  Hafragraut skipti ég út fyrir chia graut og hætti að borða ávexti á milli mála en borða þá frekar strax eftir máltíð sem inniheldur prótín og hollar fitur. Ég hef einnig aukið töluvert prótín neyslu á kostnað kolvetna. Ég hef notað Veri mæli reglulega síðan og finnst það alltaf mjög gagnlegt og áhugavert og er stöðugt að læra hvaða mataræði hentar mér best,“ segir Ágústa sem fór í kjölfarið að flytja mælana inn. 

Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Hvernig getur fólk lagað heilsuna með betri blóðsykurstjórn?

„Þar sem það er því miður staðreynd að sykursýki 2, sem er alvarlegur sjúkdómur, hefur verið í miklum vexti á Íslandi undanfarin ár og áreiðanlegar tölur gefa til kynna að stór hluti þjóðarinnar er mögulega með forstigseinkenni sykursýki 2 án þess að hafa hugmynd um það. Ég er sannfærð um að það sé afar gagnlegt að mæla blóðsykurinn með Veri sílesandi blóðsykursmæli einmitt til að afla sér upplýsinga um eigin heilsu og eiga þess kost að gera breytingar til batnaðar. Það er margt hægt að gera sjálfur til að bæta blóðsykurstjórn, ekki aðeins með breyttu mataræði heldur einnig með aukinni hreyfingu,“ segir hún. 

Oft kvartar fólk yfir því að það nenni ekki að taka heilsuna í gegn því það sé svo erfitt og fólk nennir ekki að gera það á hnefanum. Hvað getur þessi hópur gert til að ná árangri?

„Það er vissulega verkefni að hugsa vel um eigin heilsu, en við eigum bara einn líkama og það er undir okkur sjálfum komið að bera ábyrgð á heilsunni okkar og gera okkar besta til að stuðla að því að halda henni sem bestri allt lífið. Að mínu mati er þeim tíma og orku afskaplega vel varið,“ segir Ágústa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda