Að hugleiða bætir einbeitinguna og færir þér ró og yfirvegun. Athyglisgáfa nútímafólks er oft á tíðum skert þar sem hraðinn í samfélaginu er svo mikill. Áskorun dagsins er einföld. Hún snýr að því að þú gefir þér tíma í að tyggja matinn sem þú lætur ofan í þig hverju sinni. Það er kúnst að gefa sér tíma til að vera í vitund þegar við nærum líkamann og byggjum upp heilbrigt líferni.
„Hugleiðsla getur vafist fyrir okkur en það að hugleiða þýðir að við skiljum það að við erum í vitund augnabliksins án þess að taka afstöðu,“ segir Guðni Gunnarsson, eigandi Rope Yoga-setursins.
Það að tyggja hvern einasta bita af matnum sínum og vera meðvitaður um það er mikil áskorun. Prófaðu!
Guðni býður lesendum mbl.is upp á 14 daga áskorun þar sem hann hvetur þá til að taka lítil og stór og skref í átt að velsæld. Þitt er tækifærið.